Lostugar hugsanir

Mér tókst ekki að kreista fram neinar lostugar hugsanir þegar ég skoðaði þessar myndir. Kanski er bara ekki í lagi með mig og trúlega er ég gersneyddur öllu ímyndunarafli þar að auki.
mbl.is Ósátt við auglýsingabækling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sama hér Finnur - en tók eftir öflugum tjakk sem er þarna á gólfinu, vinsælt tæki á Grænlandi

Jón Snæbjörnsson, 5.6.2009 kl. 12:00

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Notkun á konum í búningum af ýmsu tagi er vel þekkt úr klámmyndaheiminum - þessi mynd er í sjálfu sér ekki klámfengin en tilvísunin er til staðar. Ég spurði unga konu að því nýlega hvað "sexý" þýddi í því samhengi að allt mögulegt er sagt vera sexý, bílar, flugvélar, húsbúnaður og hvaðeina. Hennar svar var "eftirsóknarvert".

Þannig er "sex" notað til að gera alla hluti eftirsóknarverða. En ósköp er ímyndunaraflið takmarkað.

Halldóra Halldórsdóttir, 5.6.2009 kl. 12:18

3 identicon

Halldóra; 'sex', erótík, og klám er ekki sami hluturinn. 

Það er ekkert klámfengið við þessa mynd og það er frekar langsótt að gera  tengingu við klámiðnaðinn bara með vísun í  notkun á einkennisbúningum.  Þá er nú ansi margt orðið klám.

Klám tengist upplifun áhorfandans við að sjá klámið, og mér sýnist enginn, hvorki menn né konur hafa upplifað neitt í þá líkingu við að sjá þessa mynd.

Þessi mynd er einfaldlega tilvísun í "lækningar kraft" hjúkrunarfræðinga og hann er undirstrikaður með því að konan er í frægri stellingu úr "James Bond" myndunum.


Fransman (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 12:31

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Húsgögn sexý segir þú Halldóra, ég er alveg jafn vonlaus hvað þetta varðar. a.m.k. þegar ég horfi á gauðslitinn lenistólinn hér heima kveikir hann engar slíkar tilfinningar.

Finnur Bárðarson, 5.6.2009 kl. 13:28

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Klám er fyrst og síðast huglægt. Þeir sem sjá klám í öllu sem hreyfist eða fyrir augu ber, ættu að láta kíkja undir "húddið."

Ef búið er að klámgera "hjúkkubúninginn" eins og Halldóra bendir á, þá er ekki annað til ráða en hjúkkurnar mæti naktar til vinnu til að vekja ekki upp klámeðlið í viðkvæmum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.6.2009 kl. 13:46

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Í fljótu bragði sé ég ekki aðra lausn en þú nefnir Axel. Annars vakti myndin til vinstri í fréttinni athygli mína. Mér sýnist þetta vera demparar eða er það ekki alveg öruggt ?

Finnur Bárðarson, 5.6.2009 kl. 14:40

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Svala, hallaður þér aftur í stólnum, lokaðu augunum .............. ok finnur þú ekki lækningarmáttinn núna ?

skilur hvað Fransmann er að fara þá

Jón Snæbjörnsson, 5.6.2009 kl. 17:26

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki hljómar það vel Svala ef barn bendir á "hjúkkugalla" og fer að tengja hann við sex og klám. Annars eru þessir s.k. gallar a.m.k. á LSH eins bæði fyrir karla og konur. Hvítar buxur, hvítur jakki eða sloppur, en það er kanski önnur saga. :)

Finnur Bárðarson, 5.6.2009 kl. 17:32

9 identicon

Finnur. Það er nefnilega ekki önnur saga. Þessi búningur sem sýndur er í auglýsingunni er bein tenging í klámvæðinguna af því að það gengur engin venjuleg hjúkka í svona búning. Þetta er ekki klæðnaður venjulegrar hjúkku heldur einfaldlega búningur sem seldur er í Rómeó og Júlíu eða einhverri slíkri búð. Þannig er bein tenging við klámið.

Auglýsingin er ekki klám en hún er tilvísun í það.

Guðrún (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 17:36

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér er fyrirmunað að sjá þessa tengingu en það er nú bara ég. Enda er ekki hugmyndaauðginni fyrir að fara hjá mér.

Finnur Bárðarson, 5.6.2009 kl. 17:42

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Annars er Margrét með forvitnilegar pælingar á blogginu á eyjunni http://eyjan.is/goto/maggabest/

Finnur Bárðarson, 5.6.2009 kl. 17:45

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Svala í fullri alvöru þá vakti myndin til vinstri meir athygli mína og það kemur til af því að dempararnir á gamla bílnum eru að gefa sig. Svo sá ég bara ekkert sexý við þessa konu.

Finnur Bárðarson, 5.6.2009 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband