Leitað á eignarhaldsheimilum
3.6.2009
Einn skuggalegasti gamblarinn meðal fjárglæframanna útrásarinnar, Hannes Smárason, sætir nú húsrannsókn vegna, hugsanlegra, mögulegra, ekki ólíklegra eða jafnvel líklegra grunsemda um skattalagabrot. Hvar var leitað: Jú á heimilum hans að Fjölnisvegi 9 og 11 (dugar ekkert minna en tvær hallir fyrir slíkan athafnamann) en hann hefur skilgreint heimili sín sem eignarhaldsfélög. Ekki fylgir sögunni hvort einkaþjónar Hannesar voru einir heima eins og þegar húsleit var gerð hjá Ólafi Ólafssyni hér um daginn. Það vekur veika von þegar farið er að drösla þessum gaurum fram úr skúmaskotum sínum, fram í dagsljósið.
Efnahagsbrotadeild með húsleitir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.