Hverjir verða ekki rannsakaðir ?
20.5.2009
Þetta ætti nú ekki vera flókið. Margir eru enn innanbúðar hjá Glitni frá því fyrir hrun, sem geta veitt nauðsynlegar upplýsingar. Listinn yfir þá, sem Kroll má ekki rannsaka er örugglega nokkuð langur.
Rannsaka óeðlilegar millifærslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- jennystefania
- skagstrendingur
- snjolfur
- svarthamar
- jonsnae
- egill
- offari
- saemi7
- icekeiko
- kamasutra
- muggi69
- hildurhelgas
- sveinnelh
- zeriaph
- jaherna
- gisgis
- jenfo
- sleggjudomarinn
- vistarband
- gun
- hreinn23
- svanurg
- brjann
- gustichef
- fridust
- fridaeyland
- fridabjarna
- tara
- gudruntora
- kreppan
- kreppukallinn
- ace
- thj41
- skessa
- rutlaskutla
- nimbus
- baldher
- skrilllydsson
- gattin
- jakobk
- annaeinars
- disdis
- himmalingur
- gudrunkatrin
- larahanna
- gudmunduroli
- amman
- katrinsnaeholm
- jensgud
- martasmarta
- fhg
- agustg
- birgitta
- tryggvigunnarhansen
- baldurkr
- fun
- salvor
- kreppuvaktin
- olinathorv
- imbalu
- gelin
- gumson
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- valdimarjohannesson
- flinston
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Þetta er nú gott og blessað. En hvaða réttlæti og endurgreiðslu hefur Glitnir boðið þjóðinni varðandi þá staðreynd að hann ásamt hinum bönkunum tók stöðu gegn krónunni og þar með allri þjóðinni til að skapa sér "hagnað"?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.5.2009 kl. 14:57
Þjóðinni verður aldrei boðið neitt held ég. Það ætti að kæra bankann í heild fyrir þennan gjörning. Hvernig það er gert veit ég ekki. Mér finnst ekkert vera að gerast bara veifa framan í okkur virtri gulrót sem kallast Kroll.
Finnur Bárðarson, 20.5.2009 kl. 15:06
Það eina sem dugar er að veifa peningaseðlum framan í fólk. Segðu til þrjótanna og þú skalt fá 5 milljónir. Þannig fóru þeir að í Westrinu í gamla daga: 300$ Reward, dead or alive. Svo kom Clintinn og elti þá uppi. I kill people for money but you are my friend so I kill you for nothing. Held maður hafi nú lært sitthvað af dollaramyndunum.
Baldur Hermannsson, 20.5.2009 kl. 15:22
Rétt, það dugar ekki að sýna okkur einhver Kroll þó hann sé með meistaragráðu í afbrotafræðum. Það mætti prófa Western aðferðina ef allt um þrýtur, hvers vegna ekki ?
Finnur Bárðarson, 20.5.2009 kl. 15:34
Heitir hann ekki Annþór, þessi þarna rosalegi handleggjabrjótur? Hann er nú vís til að veiða upp úr fólki leyndarmálin.
Baldur Hermannsson, 20.5.2009 kl. 15:41
Hann er víst á Hrauninu skilst mér, annars get ég alveg séð þá fyrir mér standandi andspænis hvorum öðrum, Hreiðar Már og Annþór (þó Hreiðar hafi ekki tengst Glitni eða...)
Finnur Bárðarson, 20.5.2009 kl. 15:52
Kúlulánafólk með seðla-sjónhverfinga snillinga í fararbroddi situr í valdamestu embættum bankans. Birna hafði ekki hugmynd um hvar hennar 200.000.000.kr voru í heilt ár eftir velheppnaðann peninga-galdur. Hún var alveg róleg yfir því allann tímann, vissi sem var að galdurinn var bara alltíplati galdur svo engin mögleiki var á hún tapaði peningunum. Enginn trúir því að bankinn láti rannsaka álvöru glæpamenn, kannski einhverja smákrimma.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 19:31
Rosalega eiga þessir dómarar eftir að yggla sig framan í smákrimmana. Annars sé ég í fréttum að Baugur fær ekki frávísun, aldrei þessu vant. Ætli dómararnir séu orðnir hræddir? Það var engan veginn eðlilegt hvernig þeir hentu út Baugskærunum vegna lítilfjörlegra formgalla sem engu máli skiptu. Útrásarvíkingarnir voru búnir að kaupa bestu lögfræðingana, forsetann, fjölmiðlana og Samfylkinguna - kannski hæstarétt líka, hvað vitum við um það.
Baldur Hermannsson, 20.5.2009 kl. 19:45
... kaupa hæstarétt líka það er nákvæmlega málið Baldur eins og þú hefur oft bent á. "Málinu vísað frá vegna formgalla, og Finnur lögsóttur" . :)
Finnur Bárðarson, 20.5.2009 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.