Ekki á Litla Hrauni svo mikið er víst

Berlingur spyr í undrun hvar Björgólf Thor Björgólfsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason og Sigurður Einarsson séu niðurkomnir. Í siðuðu landi væru svona menn bak við lás og slá. En Íslandi á ekki samleið með siðuðum þjóðum lengur, svo þeir valsa um óáreittir meðan yfirvöld beina kröftum sínum í að góma skinkubréfsþjófa.
mbl.is Hvar eru íslensku gulldrengirnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Kapparnir eru vafalítið að millifæra milljarða útí hinum stóra heimi.  Þeim er gefst nægur tími til að fela "góssið" svo aldrei finnist.  Eitthvað verða drengirnir að hafa fyrir elliárin. 

Páll A. Þorgeirsson, 19.5.2009 kl. 16:17

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Stjórnvöld munu gefa þeim nægan tíma. Ég er að verða svartsýnn.

Finnur Bárðarson, 19.5.2009 kl. 16:21

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hér eru landskunnir menn ekki fangelsaðir nema  ekki verði hreinlega hjá því komist. Hvað er svo gert. Jú þeim er gerð afplánunin eins þægileg og kostur er. 

Hvað var gert við Idol stjörnuna Kalla Bjarna, héðan úr Grindavík? Jú honum blessuðum, sem reyndi flytja inn og koma þannig eitri í kílóavís í æðar barnanna okkar, var leyft að afplána á Kvíabryggju !!!!

Einsdæmi, án fordæmis, þvert á allt sem hafði verið viðhaft. Þetta voru verðlaun hans fyrir að afþakka tilboð um refsilækkun, gegn upplýsingum um hver hefði fjármagnað innflutninginn.  

Er ekki skýringa þörf?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.5.2009 kl. 16:26

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þessi vettlingatök á glæponum eru óþolandi Axel. Eins og þú segir verðlaun alltaf í boði í formi lúxusfangelsa nema þú sért að stela samloku í 10 11 búð.

Finnur Bárðarson, 19.5.2009 kl. 17:28

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Einmitt, þetta er málið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.5.2009 kl. 18:09

6 Smámynd: Hlédís

Ekki megið þið gleyma skötuhjúunum í Hveragerði sem tóku hjólbörur 'að skammtímaláni' og keyrðu heim til sín stól sem héldu að stæði gefins úti á götu. Þetta var um hábjartan dag í fyrra og þau komu við á kránni til að hvíla sig. Daginn eftir voru þau handtekin fyrir þjófnað. Þetta var litið "alvarlegum augum" og sektir í samræmi við það. Sönn saga.

Hlédís, 20.5.2009 kl. 10:07

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hlédís, "stóra hjólbörumálið" í Hveragerði var gríðarlega alvarlegt mál. Það sem gerði málið alvarlegt var þetta hugsunarleysi skötuhjúanna að reyna ekki að koma "þýfinu" úr landi með hraði og í eitthvert skattaskjólið.

Hefðu þau haft vit á því, hefði málið ekki þótt það alvarlegt að það tæki því að gera sér rellu út af því.

Þá hefði þýfið "horfið" og ekki þurft að hafa fyrir því að koma því aftur í hendur réttra eigenda.

Fólk sem sýnir hugsunarleysi, slóðaskap og lítt verkleg vinnubrögð við gripdeildir ber að stoppa strax og dæma með hraði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.5.2009 kl. 11:39

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki veitir af smá hlátursgusu Axel

Finnur Bárðarson, 20.5.2009 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband