Hvað kemur mér IceSafe við ?
11.5.2009
Það voru eigendur hins einkarekna Landsbanka og bankastjórar hans, sem hönnuðu þessa svikamyllu til að hafa fé af grandalausu fólki. Hvers vegna í ósköpunum er verið að troða þessum skuldum upp á mig ? Ég segi bara, kemur ekki til greina, ekki ein króna með gati frá mér. Björgólfur Guðmundsson átti þennan banka alveg prívat og hann skal borga allt klabbið ásamt þeim, sem stóðu með honum að þessu sukki. Punktur.
Skuldastaða skýrist ekki fyrr en Icesave samningar eru í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Veistu nokkuð Finnur, þú hefur heilmikið til þíns máls. Ég hef aldrei áður verið rukkaður fyrir skuld mannsins í næsta húsi.
Þeir "gulldrengirnir" högnuðust á okkar kostnað en andskotinn hafi það, svo eiga þeir líka að tapa á okkar reikning.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.5.2009 kl. 16:47
Það er bara þetta einfalda prinsíp, borga ekki einhverjum sem maður skuldar ekki krónu. Annað skil ég ekki. Þeir skulu standa og falla með sínu sukki. Það er kominn tími á búsáhöld held ég.
Finnur Bárðarson, 11.5.2009 kl. 16:52
Eigum við að láta bjóða okkur þetta? Ég segi nei..
hilmar jónsson, 11.5.2009 kl. 17:22
Það þarf að mynda breiðfylkingu gegn þessu Hilmar
Finnur Bárðarson, 11.5.2009 kl. 17:25
Fjandinn hafi það, þetta er eins og er þú skrifar upp á fyrir einhvern, svo fellur allt á þig og þá verður þú að borga eða falla, ekki kannski alveg eins því þú samþykkir að láta allt helvítis draslið dynja á þér. Fyrirgefið, en nú er Milla reið.
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 19:44
Hm, hafa menn aldrei heyrt talað um samábyrgð? Íslenska ríkið bar ábyrgð á IceSave, og íslenska ríkið er (þegar þarf að borga) Finnur kattavinur.
Baldur Hermannsson, 11.5.2009 kl. 19:53
Nei, nei, nei, aldrei í lífinu Baldur "samábyrgðin"hefur sín takmörk, ekki ræða það. Bjöggi skal punga út með allt.
Finnur Bárðarson, 11.5.2009 kl. 20:09
Gott Milla nú er nóg komið !!!
Finnur Bárðarson, 11.5.2009 kl. 20:10
Þjóðir í álíka vanda og Ísland, hafa neitað að borga.
Djöfullinn, því meira sem ég vellti þessu fyrir mér, því einbeittari verð ég í því að gefa fuck í þessar skuldir krimmanna.
hilmar jónsson, 11.5.2009 kl. 20:16
Baldur, einkennilegt er það þegar hinir útvöldu tapa eða standa höllum fæti þá verður þeim tíðrætt um sameiginlega ábyrgð og ábyrgð hitt og þetta en þegar góðu gæjarnir græða á tá og fingri, þá er ekkert til sem heitir sam- eitt eða neitt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.5.2009 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.