Morgunblaðið finnur sökudólgana
2.5.2009
Ég ætla ekki að mæla því bót á nokkurn hátt, að fólk misnoti kerfið. En óneitanlega er þetta furðuleg áhersla í forystugrein Morgunblaðsins á 1. maí. Hvers vegna notaði blaðið ekki tækifærið og réðst harkalega að þeim sem gerðu það verkum að einstaklingar þurftu að fara á atvinnuleysisbætur yfir höfuð. Er það ekki útrásarskríllinn sem neyddi fólk út í atvinnuleysi? Hann virðist nú vera búinn að fá skjól á síðum Morgunblaðsins. Eru nú áherslur nýrra eigenda loksins að koma í ljós? Áskriftin að blaðinu er til endurskoðunar hjá mér.
Bæturnar misnotaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:48 | Facebook
Athugasemdir
Sættu þig við þá dapurlegu staðreynd að þú ert fæddur undir ólánsstjörnu og býrð í réttarríki. Fyrst eru mál rannsökuð, svo eru menn kærðir, svo er dæmt - og að lokum er refsað, svo framarlega sem menn reynast sekir.
Þú ert bara fæddur of seint, hefðir átt að vera uppi í Villta Westrinu kringum 1850. Hvað hét hann aftur þessi tryllti dómari í Westrinu sem hengdi menn að geðþótta sínum og gaf skít í allt réttlæti? Gott ef Lukku-Láki lenti ekki í honum.
Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 17:56
Veistu ég er þessi manngerð sem hef aldrei svindlað mér í strætó en ég er gömul sál. Það sem ég óttast eftir að Skari tók við að nú fái fjárglæframennirnir frið.
Finnur Bárðarson, 2.5.2009 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.