Áfall fyrir hvern?
1.5.2009
Þá er búið að keyra enn eitt loftbólufélagið í þrot og það er ánægjulegt. Fjárglæframaðurinn Pálmi Haraldsson ber sig illa og segir þetta vera mikið áfall. Svo mikið er víst að þetta er ekki áfall fyrir hann persónulega. Hann hefur væntanlega séð til þess að hann sjálfur muni aldrei skorta neitt persónulega. Aðrir munu borga brúsann eins og að var stefnt. Það eru gaurar eins hann sem keyra verður í þrot og banna um alla eilífð aðkoma að viðskiptum.
Fons í gjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
menn eins og hann koma óorði á bissnisinn
Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 12:23
Ég sakna alvöru bissnessmanna Síld og Fiskur, man ekki hvað hann hét sem átti
Finnur Bárðarson, 1.5.2009 kl. 12:50
Þorvaldur hét hann Finnur
Jón Snæbjörnsson, 1.5.2009 kl. 12:52
Óli blaðasali hét einn strangheiðarlegur bissnismaður. Hans minning lifir.
Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 13:03
Þorvaldur auðvitað Þarna eru tveir góðir og hrekklausir piltar eins og við..... er það ekki ?
Finnur Bárðarson, 1.5.2009 kl. 14:22
Óli blaðasali og Hemmi túkall - flottir náungar
Jón Snæbjörnsson, 2.5.2009 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.