Auðkýfingur lætur húsin grotna niður
15.4.2009
Þegar ungmennin höfðu skúrað og skrúbbað vaknar eigandinn til lífsins, Ágúst Friðgeirsson, sem er bróðir Ásgeirs Friðgeirssonar talsmanns Björgólfsfeðga, og sakar aðra um að láta eignir sínar grotna niður. Hann sá ekki sóma sinn í að viðhalda eignum sínum sjálfur enda aldrei neitt viðhald á dagskrá af hans hálfu. Hann ætlaði að byggja glæsihús á rústunum. Ég frábið mér s.k. "glæsibyggingar" þessa manns á Vatnsstígnum eða annars staðar. Hver er ekki búinn að fá upp í kok af "glæsibyggingum" um þessar mundir?
Í vegi fyrir glæsihúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr!
Langar að bæta við að þeir eru ekki einungis ófærir um að viðhalda eignum sínum, sem sumir gætu haldið að væri allt í sómanum þar sem eignarrétturinn er heilagur, heldur sjá þeir sér leik á borði og níðast á eignarrétti annara með að lækka fasteignamat á öllu nágreni sínu.. hver vill jú búa hliðin á hreysum?
Svo ekki sé minnst á arfleið þeirra sem unnið hafa hörðum höndum við uppbyggingu Reykjavíkur
Mammon er óseðjandi!
Askur (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:38
Þetta er allt útpælt hjá gaurnum
Finnur Bárðarson, 15.4.2009 kl. 15:43
http://www.icelandicfury.se/video.php myndband
http://www.icelandicfury.se/free/09Track.zip frítt niðurhal
Sjóveikur, 15.4.2009 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.