Vissi þá Kjartan allt ?

Á visir.is er fullyrt að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag. Kjartan þarf að hrekja þessar fullyrðingar með trúverðugum hætti. Getur hann það ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Nei, Kjartan getur það ekki... hann hlýtur að hafa vitað af þessum peningaupphæðum... hann sem er beggja vegna borðsins...

Brattur, 11.4.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér er óskiljanlegt hvernig þetta gat farið fram hjá honum. Hann er að skrökva.

Finnur Bárðarson, 11.4.2009 kl. 13:10

3 identicon

Hann er búinn að segja að hann viti hver ákvað að styrkja hjá FL og Landsbankanaum, og hver tók við hjá Sjöllunum. Vill bara ekki segja meira. Að beiðni valdaklíkunnar. Nú eru sumir harðir stuðningsmenn flokksins búnir að snúa við bakinu. Skák og mát myndi Margeir Pétursson kalla þetta.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 13:44

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta verður afhroð nema þjóðin sé ekki með öllu mjalla.

Finnur Bárðarson, 11.4.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband