Við munum þurfa að borga með hærri sköttum

Þetta segir ríkisskattstjóri Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri í nýjasta tölublaði Tíunda, tímarits Ríkisskattstjóra:

„Við blasir að ef eigi endurheimtast faldar tekjur og eignir úr skattaskjólum og ef á skortir að eignir hinna föllnu banka standi á móti gerðum kröfum munu þeir sem enga ábyrgð báru á því hruni sem hér er orðið – almenningur allur og hefðbundinn atvinnurekstur landsmanna – þurfa að greiða aukna skatta vegna þeirrar afdrifaríku meðferðar fjármuna sem virðist hafa átt sér stað hjá nokkrum tugum manna sem flestir höfðu yfir sér huliðshjálm bankaleyndar og skattaskjóla,“ 

Almenningur og hefðbundinn atvinnurekstur landsmanna þarf að greiða aukna skatta ef faldar tekjur og eignir úr skattaskjólum endurheimtast ekki. 

Við viljum fá nöfn þessara manna. Ef ekkert endurheimtist viljum við réttlæti og hefnd. Handjárn, fangelsi og eilífa útskúfun úr íslensku samfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband