Ég kýs hana

eva_808637.jpgAð Jóhönnu ólastraðri vildi ég sjá þessa konu sem næsta forsætisráðherra. Hér eru engir silkihanskar eða barngælur á ferðinni. Hún kann greinilega að taka á stórkrimmum í Armani jakkafötum. Þetta er kona sem þorir að sparka upp hurðum að rotnum felustöðum og leiða svikahrappa út í járnum. Svona manneskju þarf þjóðin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

veistu ! held ég trúi þér hér - meira að segja Steingrímur Joð vörubifreiðastjóri með allt sitt á hreinu og með meiru sýndist mér ekki vera alveg öruggur með kellu - skulfu á honum beinpípurnar í buxnaskálmunum, hægði ekki á skjálftanum fyrr en kauði var sestur - sást nokkuð vel í sjónvarpinu - held ´ann þurfi ekkert að óttast

Jón Snæbjörnsson, 9.3.2009 kl. 16:12

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér skilst af því sem ég hef lesið þá hafi hvítflibbarnir bókstaflega nötrað af skelfingu þegar nafn hennar heyrðist nefnt.

Finnur Bárðarson, 9.3.2009 kl. 16:14

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ef ekkert er að fela þá er ekkert að óttast - held þetta sé bara hið besta mál

Jón Snæbjörnsson, 9.3.2009 kl. 16:23

4 identicon

Mér datt í hug að setja hana sem "sérstakan" forseta lýðveldisins og láta aðstoðarmenn hennar sjá um forsætið og önnur sætið.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 18:37

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Líst vel á það

Finnur Bárðarson, 9.3.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband