Meiri hreinsun takk
7.3.2009
Það er lítið mál að ganga í stjórnmálaflokk og fá skírteini. Gilda engar almennar siðareglur fyrir þá sem bera slík skírteini? Er ekki hægt að vísa mönnum úr flokkum ? Mér finnst eðlilegt að Finni Ingólfssyni og Ólafi Ólafssyni yrði vísað úr Framsóknarflokknum. Ef Björgólfsfeðgar eru með skírteini í Sjálfstæðisflokknum á hann að gera slíkt hið sama. Ef Jón Ásgeir er með skírteini í Samfylkingunni á hann að fjúka. Að sjálfsögðu á að skoða fleiri en hér eru taldir. Þessir vítisenglar útrásarinnar eiga ekki að fá athvarf neins staðar. Þeir eru óværa sem flokkarnir þurfa losna við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.