Höfundur IceSafe á að borga

bankastjorinnGylfi Magnússon viðskiptaráðherra vill ekki lofa því að bresk sveitarfélög, sem áttu fé í íslensku bönkunum, muni fá alla peningana til baka. Að sjálfsögðu, íslenska þjóðin getur einfaldlega ekki borgað. Á íslenska þjóðin yfir höfuð að borga nokkurn skapaðan hlut í þessu viðurstyggilega sukki? Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson, höfundur IceSafe sukksins á að sjálfsögðu að borga skuldina. Í viðtali við RÚV eftir hrunið sagði hann að það væri einmitt IceSafe, sem hann væri stoltastur af á starfsferli sínum sem bankastjóri. Ég er sannfærður um,  að stolt hans sé nægilega mikið, að hann vilji gera upp þetta mál við viðskiptavini sína í eitt skipti fyrir öll, án aðkomu þjóðarinnar.
mbl.is Gylfi lofar Bretum engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara svona smá ábending: "Sloganinn" var "IceSave" hjá þeim. Save=spara, sparnaður. Þeir voru kannski slóttugri en þeir vissu sjálfir Bjöggarnir að kalla þetta ekki IceSafe, Safe=öruggur, öryggi.

Alkinn (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:26

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Takk fyrir ábendinguna, hef aldrei pælt í inntakinu ?

Finnur Bárðarson, 19.2.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband