Banki án peninga

Í einfeldni minn hef ég alltaf haldið að banki væri stofnun sem geymdi peninga. Skúffur troðfullar af fimmþúsundköllum, hvelfingar með erlendum gjaldeyri og gullstangir í tonnavís. Ég hef séð þetta í bíómyndum. Kaupþing hefur titlað sig sem banka um nokkurt skeið og svo kemur í ljós að í þessari höll marmara, gosbrunna og palesanders er enga peninga að finna, ekki krónu. Bara loftbólur. Kaupþing er því raun ekki til. Kaupþing er bara hrikaleg sjónhverfing.
mbl.is Afskrifa tæpa þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband