Ritstuldur á alþingi

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um gjaldþrotaskipti á Alþingi í gær. Í stað þess að ræða frumvarpið fóru men að munnhöggvast um höfundarrétt frumvarpsins. Þar fóru fremstir Björn Bjarnason, Mörður Árnason, Sigurður Kári og Árni Páll.

Nú er ritstuldur alvarlegt mál. Það hefði verið óskandi að þessir gaurar hefðu farið úr þingsalnum og gert upp sakirnar fyrir héraðsdómi og leyft hinum sem eftir voru að ganga í að samþykkja frumvarpið með hraði. Það er með ólíkindum að bjóða þjóðinni upp á skrípaleik af þessu tagi. Ef áframhald verður á slíkum uppákomum þarf búsáhaldafólk að safnast saman aftur við þinghúsið til að koma vitinu fyrir þetta lið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband