Átti að breyta Austurvelli í vígvöll?

imagesSamkvæmt fréttum á RÚV var ríkislögreglustjórinn Haraldur Johannessen búin að panta fjölmarga sérútbúnar brynvarðar óeirðalögreglubíla frá dönsku lögreglunni. Þeir voru komnir á hafnarbakkann í Árósum. Þessi tól átti að nota gegn mótmælendum á Austurvelli. Maður veltir því fyrir sér hvernig átti að nota þessi hernaðartól. Átti að skjóta gúmmíkúlum úr þeim eða átt bara hreinlega að keyra yfir okkur skrílinn. A.m.k. hefði Austurvöllur breyst í vígvöll ef Björn Bjarnason hefði ekki stöðvað þessa geggjun í tæka tíð. Fyrst ríkislögreglustjóri var á annað borð farinn að spá í þetta af alvöru þá furðar maður sig á því hvers vegna hann pantaði ekki eitthvað bitastæðara og öflugra frá Dönum eins og t.d. skriðdreka.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fann enga frétt um þetta á mbl.is, heldur ekki á vísi. Ég var búin að skruna niður bloggsíðuna þegar ég fann eina bloggfærslu um málið. Er fólki alveg sama þótt ríkislögreglustjóri hafi verið tilbúinn að lýsa yfir stríði við íslenska þegna? Á lýðræði bara við um þá sem vel hafa hreiðrað um sig í samfélaginu og það á kostnað hinna sem ekki njóta lýðræðis?

Enginn þarf að segja mér að HJ hafi gengið þetta langt nema hann teldi sig vera á þurru með sína pöntun. Hann taldi sig þekkja sína heimamenn. Málið rataði óvart inn á ríkisstjórnarfund þar sem það var stoppað. Það er því óþarfi að eigna BB þakklætið fyrir að hafa stoppað óeirðavagnana.

Harald Jóhannesson á að reka - STRAX

Kolbrún (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já Kolbrún rétt hjá þér ég var of fljótur á mér að eigna Birni heiðurinn. Það hefur komið í ljós í dag. Og ég er sammála þér með brottrekstur ríkislögreglustjórans.

Finnur Bárðarson, 6.2.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband