Kraftaverk eða góð verkstjórn?

Sullenberger flugstjóri lenti flugvél sinni með á annað hundrað farþega, mjúklega á Hudson ánni. Hann var í nánast í vonlausri stöðu þegar hann ákvað að lenda á ánni með báða hreyfla óvirka. Allir sluppu lifandi. Aðspurður um hvort þetta hafi ekki verið kraftaverk svaraði flugstjórinn af lítillæti: "Ég gerði bara það sem ég er þjálfaður í að gera".

Á sama tíma sátu Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún lömuð í stjórnklefanum á sinni flugvél með alla þjóðina um borð meðan hún steyptist í hafið. Mikið hefði það verið gott fyrir þjóðina að hafa haft menn á borð við Sullenberger flugstjóra við stjórnvölinn á íslensku þjóðarþotunni þegar allt var komið í óefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband