Ólíkt hafast menn að

Forsætisráðherra er búinn að biðja seðlabankastjórana, kurteislega að víkja frá. En þeir eru ekkert að hugsa sér til hreyfingar. Er ekki til einhver reisn hjá þessum mönnum, einhver karlmennska eða jafnvel auðmýkt? Þetta er aumkunarvert. Þeir eru nú ekki beint að fara lepja dauðann úr bláskel þó þeir yfirgefi bankann.

Í dag var ungum bifvélavirkja sagt upp störfum hjá Toyota fyrir það eitt, að segja satt og rétt frá bílaforréttindum forstjórans á bloggi sínu. Honum var var sparkað samstundis, enginn umhugsunarfrestur eða feitur starfslokasamningur í boði. Í ofanálag fékk hann fúkyrðabréf fyrir unnin störf. Þetta væri kanski aðferð til eftirbreytni til að koma þessum bankastjórum burt?


mbl.is Bankastjórn hugsar sig enn um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kisinn þarna á myndunum er greinilega frændi eða frænka hans Mala, ef ekki bara bróðir eða systir!

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2009 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband