Þegar allir eru fórnarlömb

skaðar ekki ekki að líta í eigin barm og spyrja sig af einlægni: Hef ég nokkurn tíma keypt of stórt og dýrt hús sem ég hafði ekki efni á, hef ég keypt dýran bíl sem ég hafði ekki efni á, fór ég í ferðalög sem ég hafði ekki efni á ? Hef ég tekið 100 % lán ? Svari hver fyrir sig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ef svarið er já, áttu skilið að vera laminn. Finnur  þú hefur verið beðinn um að spyrja þessara spurninga af ríkisstjórninni. Þú minnir mig á konu sam ég átti afar gott samtal við, hún hafði verið lamin af karlinum í 20 ár og taldi sig eiga sína sök. Hún eldaði ekki réttan mat á réttum tíma. Hún sagði ekki rétta huti á réttum tíma. Hún brosti ekki þegar það átti við. Hún gerði allt rangt.

Þegar þú krýpur þarna,langar einhvern til að sparka í afturendann á þér og öskra á þig reyndu að vera maður. Það gerði ég ekki. Heldur labba áfram og skoða mig um. Þú ert ekki í myndinni. 

Sigurður Þorsteinsson, 7.7.2010 kl. 20:39

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nú er ég ekki alveg að skilja Sigurður. Lagði fram einfaldar spurningar sem hver og einn verður að eiga við sig. Ég tala ekki um barsmíðar. En hefurðu lifað um efni fram, langt um efni fram kemur að skuldadögum í einhverri mynd. Ég hef ekkert samband við þessa ríksisstjórn og hef ekki verið beðinn um eitt eða neitt. Síðasta málsgreinin er erfið. En flestir hugsa áður en þeir framkvæma.

Finnur Bárðarson, 7.7.2010 kl. 20:47

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurður snýr öllu á haus að venju. Hann er reyna að segja okkur að ríkisstjórnin sé ofbeldisaðilinn. En það er þveröfugt, hún er sá aðili sem losaði þjóðina (konuna) úr ofbeldissambandinu við hrunaflokkinn mikla. En Sigurður vill allt til vinna að koma þjóðinni aftur í faðm ruddans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2010 kl. 21:49

4 identicon

Komið þið sælir; drengir !

Fyrir mína parta; þakka ég Guðunum fyrir, að lifa eins konar meinlæta lífi; ykkur, að segja.

Hafi ég; mitt kaffi og tóbak, kemst ég vandræðalaust gegnum daginn, að kalla.

Enda; með annan fótinn, aftur á Miðöldum, huglægt.

Ég vil ekki; Finnur og Axel Jóhann, ætla þeim ágæta dreng, Sigurði Þorsteinssyni þá skráveifu, að vilja Valhallar gufurnar, á valdastóla að nýju, þó svo við losnuðum, við það hyski, sem nú vermir valda stóla; allsendis óverðskuldað.

Þriðju; og fjórðu leiðir, eru jú mögulegar, eins og við vitum.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 22:03

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Axel: Ég er nú ekki fjörgamall en mjög sjladan er ég fórnarlamb. Öllu má nú klína á þessa ríkisstjórn. Hvernig væri nú að nota sitt eigið heilabú ef eitthvað er en ekki hegða sér eins og ómálga barn.

Finnur Bárðarson, 7.7.2010 kl. 22:09

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Óskar: Hófsemd og sparnaður eiga að vera dyggð. En það rer búið að snúa þessu öllu á hvolf. Nú er mönnum eins og okkur úthúðað fyrir að vera ekki með hinum í skuldabaðkarinu.

Finnur Bárðarson, 7.7.2010 kl. 22:11

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mér finnst nú komment Sigurðar nokkuð gott, en spurningarnar frá þér Finni minn eru nokkuð góðar og eigi þar um hver fyrir sig.

Tek fram að ég er ekki með mintkörfu að neinu tagi, nema kannski litla körfu með mintumolum í á sófaborðinu mínu.

Svo er nú stóra spurningin: " hverjir eru ruddar og hverjir ekki" Það eru nefnilega ruddar í öllum flokkum og hefur það komið skírt fram.

það liggur við að manni sé refsað fyrir að vera ekki á svörtum lista, það hef ég upplifað.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2010 kl. 09:15

8 identicon

Öll lán sem ég hef tekið hafa verið 100%. Það sem veldur mér vandræðum er krafa lánadrottnins um að ég borgi 300% til baka.

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 09:41

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Milla þér verður refsað ef þú átt sparifé á bók, svo mikið er víst.

Finnur Bárðarson, 8.7.2010 kl. 13:37

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Magnús það er auðvitað ferlegt. Stundum þarf maður að taka 100 prósenta lán ef t.d. eitthvað óvænt kemur upp.

Finnur Bárðarson, 8.7.2010 kl. 13:38

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er aldrei svo að allir hafi sömu lífskjör og sömu ástæður fyrir lántöku.  Einhverjir tóku erlend lán til að fjármagna fellihýsi og arinn á meðan einstæða móðirin sem býr úti á landi tók erlent lán til að kaupa sér bíl svo hún kæmist með börnin á leikskóla.  Annað er bruðl en hitt er nauðsyn.  Það er því órökrétt að setja alla undir sama hatt sem eru með erlend lán, eins og maður les og heyrir víða þessa dagana.

Þessi athugasemd er almenn pæling en ekki beint sett fram til að svara þínu bloggi, Finnur.

Anna Einarsdóttir, 10.7.2010 kl. 11:50

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gott innleg hjá þér Anna. Bruðl og nauðsyn eru lylilorðin.

Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband