Ánægjulegustu tíðindi dagsins

Það er varla að maður trúi þessu. Loksins fær þá einn af þessum bófum að skynja forsmekkinn af alvöru lífi bak við rimla ef allt fer á besta veg. Hins vegar trúi ég því að lögfræðingahjörðin með Brynjar Níelsson í broddi fylkingar fari að setja í fimmta gírinn við þessi tíðindi.
mbl.is Hreiðar Már handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Verið nú snöggir að læsa ...og henda lyklinum út í hafsauga. Þessi maður ætti aldrei að fá að ganga laus aftur fyrr en allt bankahrunið og allar skuldir almennings hafa verið gerðar upp að fullu!

corvus corax, 6.5.2010 kl. 16:04

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nákvæmlega corvus. Nú má ekki hika. Ef einhverjir ætla að fara að stoppa skriðuna sem vonandi er að fara í gang verður uppreisn.

Finnur Bárðarson, 6.5.2010 kl. 16:13

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Finnur Ingólfsson á að vera efstur á blaði í þessu en hann er fyrrum pólitíkus og veit margt um alþingismenn, eins og hverjir fengu hinar og þessar sporslur, sér fyrirgreiðslu, vaxtalaus lán fyrir vini og vandamenn, kúlulán ofl fyrir að horfa í hina áttina meðan hann rændi og ruplaði eigum almennings og er því ósnertanlegur, en ég vona að svo verði ekki. Sjá t.d. http://tidarandinn.is/taxonomy/term/161

Sævar Einarsson, 6.5.2010 kl. 16:17

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þessi ósýnilegi nafni minn er kanski einhver sá skuggalegasti í þessum bransa. Hann er eins og sannur Don, alltaf ósýnilegur en heldur í alla þræði.

Finnur Bárðarson, 6.5.2010 kl. 16:20

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er góður dagur!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.5.2010 kl. 16:28

6 Smámynd: ThoR-E

Hlaut að koma að þessu.

ThoR-E, 6.5.2010 kl. 16:29

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Svei mér Axel ef ég myndi ekki bara þyggja einn jarðskjálfta hristann kokteil.

Finnur Bárðarson, 6.5.2010 kl. 16:39

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er von á réttlæti loksins Acer

Finnur Bárðarson, 6.5.2010 kl. 16:40

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Finnur,

Þetta er sannarlega góður dagur, nú þegar öskrað hefur verið eftir einhverju réttlæti og handtökum í á annað ár.

Ég sé ljósið!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.5.2010 kl. 17:18

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Satt Finnur, ég er búinn að blanda, bíð bara eftir hristing.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.5.2010 kl. 18:11

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta gefur von Jenný. Og nú vil ég heyra handjárnin smella dag eftir dag og hringl í keðjum.

Finnur Bárðarson, 6.5.2010 kl. 18:17

12 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

vonandi sigrar réttlætið að lokum .......

Jón Snæbjörnsson, 6.5.2010 kl. 18:46

13 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Satt er það Finnur, nú vonum við að handjárnin smelli daglega í 32 daga, og jafnvel fleirri.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 6.5.2010 kl. 20:21

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Axel: ég er tilbúinn á gaddaskónum

Finnur Bárðarson, 6.5.2010 kl. 21:15

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jón höfðingi: Við þolum ekki óréttlæti, flokkar koma okkur ekki við þegar það er um að ræða

Finnur Bárðarson, 6.5.2010 kl. 21:16

16 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gurún: Segjum 60 daga eða verða þeir jafnvel 3000 þegar upp er staðið ?

Finnur Bárðarson, 6.5.2010 kl. 21:17

17 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þannig vil ég vinna Finnur - persónur skipta mig meira máli en flokkur

Jón Snæbjörnsson, 7.5.2010 kl. 09:24

18 Smámynd: Finnur Bárðarson

Veit ég það Jón enda myndi ég kjósa þig í hvaða flokk sem er.

Finnur Bárðarson, 7.5.2010 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband