Nóg að gera hjá Álfheiði
3.4.2010
Það er ekki kjaradeila unglækna sem veldur ráðherranum áhyggjum. Það er ekki niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu heldur. Nei það er embætissmaður sem vildi kynna sér málið ofan í kjölinn sem hún hefur áhyggjur af. Það hefur alltaf verið einkenni gangslausra yfirmanna að taka fólk á teppið af þegar þeir ráða ekki við hið faglega verkefni sem þeim er ætlað að sinna.
Ráðherra ætlar að áminna forstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:32 | Facebook
Athugasemdir
Er það ekki stórkostlegt að ráðherfan skuli snupra embættismanninn fyrir að vanda til verka, einfaldlega af því hún veit að hún hefur hugsanlega verið að gera vitleysu. Þarna er komið dæmi um hvernig fólk hegðar sér þegar því er falið að vinna störf sem það veldur ekki.
Tómas H Sveinsson, 3.4.2010 kl. 15:00
Hún er náttúrlega kol klikkuð þessi kerling. Ótrúlegt að nokktum skyldi detta í hug að gera þessa kexrugluðu kerlingu að ráðherra.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 15:04
Skot í markið hjá þér Finnur - það gæti þrengt að kerlingunni - hún reiknaði ekki með gagnsókn fyrir opnum tjöldum.
Benedikta E, 3.4.2010 kl. 15:05
Steingrímur Ari, praktíserar þarna hluti, sem eru fullkomnlega eðlilegir, vandvirkir og mættu vera til eftirbreytni víðar.
Frussukennd og fljótfærnisleg lög, sem skortir nánari útfærslu á framkvæmd hafa leitt til skelfilegra afleiðinga í þjóðfélaginu.
Hér leitast forstjóri við að útfæra og úthugsa "hvað ef" tækni og leitar ráða hjá þeim sem eftirlit eiga að hafa með framkvæmd, til þess að vera viss í sinni sök.
Ráðherra hyggst áminna hann fyrir "vandvirknina" hvort segir það meir um ráðherrann eða Steingrím Ara.
Annars er löngu tímabært að tannlækningar barna verði ekki háð efnum foreldra, það er beinlínis brot á mannréttindum.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.4.2010 kl. 15:26
Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2010 kl. 15:37
Nákvæmlega Tómas. Benedikta og Ómar: ég er rosalega ósáttur við þennan ráðherra. Jenný: Ég þekki Steingrím vel og hann má ekki vamm sita og stál heiðarlegur þessi ráðherra er orðinn mikið vandamál. Takk fyrir broskallinn Ásdís :)
Finnur Bárðarson, 3.4.2010 kl. 15:45
Hann er sem sagt blár í gegn,,,,,,,,,,,,,,,,,,,
Góður maður það
Sigurður Helgason, 3.4.2010 kl. 15:51
Sigurður: Steingrímur er sjálfstæðismaður sem ég er ekki en það skiptir ekki máli. En held að einmitt það fari í taugarnar á ráðherra.
Finnur Bárðarson, 3.4.2010 kl. 16:09
Sem ég er líka og það skiptir öllu burt með kerlu
Að halda að einkvað skipti meira máli er guðlast,,,,,,,,,,,,,,,,,,,
Sigurður Helgason, 3.4.2010 kl. 17:07
Ég held að ráherra líki bra ekki frumkvæði hans í þessu máli. Yfirmenn geta verið viðkæmir.
Finnur Bárðarson, 3.4.2010 kl. 17:10
það á víst að kólna en hlýnar svo aftur
Jón Snæbjörnsson, 3.4.2010 kl. 21:40
Það er víst gangurinn Jón :)
Finnur Bárðarson, 3.4.2010 kl. 22:16
Undirritaður er líka sjálfstæðismaður - ég hef "lent í" Steingrími Ara - ég var ósáttur við niðurstöðuna en hann hélt fast við reglugerðir og lög og útskýrði hlutina fyrir mér - mjög sáttur við hans vinnubrögð en mörgu mætti breyta í laga og reglugerðabákninu í TR.
Stel yfirlýsingunnni ( fyrirsögninni ) hjá Jenný
VÍTAVERÐ VANDVIRKN
Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.4.2010 kl. 02:57
Líst ekki á viðbrögð Álfheiðar. Hún virðist algjörlega hæfileikalaus stjórnmálamaður, sem ætti alls ekki að vera á þessu plani. Starfsmaður á plani þarf að vera sveigjanlegur og kunna að hlusta. Og vera á meðal fólks en ekki langt í burtu frá því. Vandvirkni og agi í vinnubrögðum hlýtur að vera virðingarvert. Þessi ráðherra er vonandi á leið út úr ráðuneytinu. SEM FYRST.
Auður Matthíasdóttir, 6.4.2010 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.