Kjósa burt IceSafe skuldina

Ræddi við mann nokkurn, vel greindan, sem sagðist ætla að kjósa og segja NEI. Hvers vegna NEI, spurði ég. Þá þurfum ekki að greiða neina fjandans IceSafe skuld, svaraði hann reiðilega. Skildu vera fleiri þarna úti sem hafa misskilið málið eitthvað á þennan veg ?
mbl.is Ráðgera ekki frekari viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Veir um nokkra, þeir eru hér á blogginu!

Björn Birgisson, 26.2.2010 kl. 16:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er fjöldin allur sem heldur að allt hverfi með höfnun. Því fer fjarri. En ég hef ákveðið að segja nei því Bretar og Hollendingar hafa neytt aflsmunar til að þvinga fram afarkosti. Við berum auðvitað ábyrgð á pakkanum og eigum að greiða, en Bretar og Hollendingar bera líka ábyrgð og kökunni þarf að skipta kökunni af réttlæti. Við eigum að nýta þá stöðu sem upp er komin til fulls að þvinga fram réttlætið, ef ekki vill betur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.2.2010 kl. 16:27

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef greinilega bakað eina auka köku í textanum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.2.2010 kl. 16:29

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sammála þér Axel á þeim forsendum sem þú nefnir þeir hafa hagað sér eins og verstu ruddar. Björn ég hef séð það líka.

Finnur Bárðarson, 26.2.2010 kl. 16:30

5 Smámynd: Jón Sveinsson

það er málið við eigum ekki að borga þeir taka eignir landsbankans og búið spil ,Hvorki ég né aðrir landsmenn tókum neitt lán hjá þeim ,þetta er skuld eigenda og þjóf landsbankans punktur og basta.

Jón Sveinsson, 26.2.2010 kl. 17:04

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta eru orð að sönnu Jón. En bófarnnir eru aldrei nefndir á nafn í þessari umræðu.

Finnur Bárðarson, 26.2.2010 kl. 17:07

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

pottþétt NEI - það er mikið atriði að sem flestir taki þátt og kjósi - þannig kemur heimurinn til með að sjá þetta "litla" land sem stórt og sterkt

svo sjáum við til Finnur með framhaldið

Ísland úr NATO herinn burt

Jón Snæbjörnsson, 26.2.2010 kl. 17:42

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Í hjarta mínu segi ég NEI eins og flestir Jón. En hef ekki þessa tilfinningu um að við séum stór og sterk. Vonandi verður eitthvað framhald að kosningum loknum. Og svei mér þá hvað erum við annars að gera í NATO lengur ?

Finnur Bárðarson, 26.2.2010 kl. 17:49

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sagði bara svona Finnur - svo mikill er "æ-singurinn"

Jón Snæbjörnsson, 26.2.2010 kl. 22:01

10 Smámynd: Eygló

Áfram kristmenn, krossmenn...!   (á það kannski ekki við hérna?)

Eygló, 27.2.2010 kl. 03:23

11 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Óskhyggja ? Afneitun ? Firring ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.2.2010 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband