Innrásin hafin
8.2.2010
Útrásarböðlarnir ætla ekki að láta sér nægja að steypa landinu í glötun í eitt skipti með útrásinni. Nú eru þeir að hefja aðför að landinu í formi innrásar. Nægir þar að nefna Ólaf Ólafsson sem hefur eignast Hafskip, Björgólf Thor með gagnaver á Suðurnesjum og Jón Ásgeir sem er að endurheimta fjármálaveldi sitt á ný. Fleiri munu bætast í hópinn til að seilast í fé sem enn kann að finnast í fórum almennings. Þetta gera þeir í skjóli stjórnmálalegs glundroða og umræðu um IceSafe sem hefur heltekið þjóðina. Nýtt Ísland undir þessum formerkjum blasir við, meðan þjóð og stjórnvöld horfa sljóum augum á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nýtt Ísland? Er þetta ekki frekar spurningin um eldgamla Ísafold?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2010 kl. 20:38
ófremdar ástand / óþolandi
Jón Snæbjörnsson, 9.2.2010 kl. 09:39
Þetta verður allt eins... sömu eigendur fyrirtækjanna og sama spillta liðið... smá leiðr. ÓÓ á Samskip...
Brattur, 9.2.2010 kl. 20:57
Algjörlega óþolandi og óásættanlegt ástand.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2010 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.