Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ánægjulegustu tíðindi dagsins

Það er varla að maður trúi þessu. Loksins fær þá einn af þessum bófum að skynja forsmekkinn af alvöru lífi bak við rimla ef allt fer á besta veg. Hins vegar trúi ég því að lögfræðingahjörðin með Brynjar Níelsson í broddi fylkingar fari að setja í fimmta gírinn við þessi tíðindi.
mbl.is Hreiðar Már handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umbunað fyrir vel unnið starf

Icelandair Group gerir vel við forstjórann sinn, sem stýrir þessu glæsta fyrirtæki sem tapar 30 milljónum á degi hverjum. Tap félagsin á síðasta ári var 10,7 milljarðar króna. Hann fær 39 milljónir króna á ári í laun. Fyrir slík afköst og stjórnunarhæfileika er ekki nema sjálfsagt að hækka launin hjá gaurnum í 390 milljónir á ári hið minnsta.

Enginn verður látinn sæta ábyrgð

Skattrannsóknarstjóri virðist vera sá eini sem er að gera eitthvað í þessum glæpamálum. Það er alveg öruggt að innan stjórnsýslunnar eru öfl sem munu koma í veg fyrir allar aðgerðir af hans hálfu. Um þetta ríkir þögult samkomulag elítunnar í stjórnkerfinu. Við munum sjá þetta svart á hvítu í hugsanlegum dómum hæstaréttar.
mbl.is Vilja kyrrsetja eignir Stoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefum þeim kjaftshögg

Veitum hrunaflokkum verðskuldaða ráðningu og kjósum Besta flokkinn.
mbl.is Besti flokkurinn fengi fjóra kjörna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótti valdastéttarinnar

Valdastéttin hræðist almúgann mest af öllu. Hann er óútreiknanlegur. Í vanmætti sínum og getuleysi reynir hún að skapa ótta og þá eru nokkrir valdir út af handahófi og refsað öðrum til viðvörunar. Þetta er vel þekkt aðferð í flestum löndum, sem alltaf er dæmd til að mistakast. Því fólk hræðist ekki pappírstígra, sem telja sig yfir allt og alla hafið. Virðing fyrir stjórnvöldum, dómstólum og þingi er engin í dag enda ekki nokkur ástæða til.
mbl.is „Þinghald undir lögreglustjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf lygamæli

Ég hef það á tilfinningunni að vel flestir stjórnamálamenn séu að segja mér ósatt. Svo ekki sé talað um útrásarböðlana sem ljúga stanslaust. Lygamælir gæti á einfaldan hátt bætt úr þessu til að komast að hinu sanna. Bandaríkjamenn hafa góða reynslu af þessu apparati.

lygar.jpg

 


Nú getur hann bætt í

Forsetinn er í Indónesíu að fræða heimamenn um jarðhita. Nú ætti hann að nota tækifærið og upplýsa heimsbyggðina um eitraðar gufur frá t.d. Heilisheiðarvirkjun því það er skilda okkar að upplýsa um slíka vá. Þá væri kanski hægt að þoka afbókunum ferðamanna upp í 100 % ef góður vilji er fyrir hendi.

Hann fær sinn geislabaug aftur

Vildarvinir í Hæstarétti munu sjá til þess.
mbl.is Árni áfrýjar dóminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða hógværð er þetta eiginlega?

Getur ekki manngarmurinn bara upplýst heimsbyggðina í eitt skipti fyrir öll, hvenær landið springur í tætlur, hvaða dag og klukkan hvað ? Hann veit það.
mbl.is Mun stærra íslenskt eldfjall „við það að springa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin skyggni forseti vor

sér allt fyrir, jafnvel Ragnarök og slær út Nostradamus. Putin forsætisráðherra Rússlands gæti á sama hátt aukið áhuga heimsins á landi sínu með því að segja: "Tjernobilslysið var bara smá æfing en ég get lofað ykkur enn verra kjarnorkuslysi sem er á næsta leit, en látið það ekki hafa áhrif á ferðalög ykkar til landsins".

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband