Þegar allir eru fórnarlömb
7.7.2010
skaðar ekki ekki að líta í eigin barm og spyrja sig af einlægni: Hef ég nokkurn tíma keypt of stórt og dýrt hús sem ég hafði ekki efni á, hef ég keypt dýran bíl sem ég hafði ekki efni á, fór ég í ferðalög sem ég hafði ekki efni á ? Hef ég tekið 100 % lán ? Svari hver fyrir sig.
Þetta er minn sparnaður
6.7.2010
en nokkrir auðkýfingar ætla að ráðstafa honum í verkefni án þess að spyrja mig. Burt með þetta sjálfskipaða lið sem seilist í sameiginlegan sjóð okkar til þess eins að hagnast persónulega. Burt með samtök atvinnurekanda sem ráða þar lögum og lofum og vilja ráðskast með sparnað okkar.
![]() |
Framkvæmdir fyrir 30 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jóni Ágeiri munaði ekki um að punga út hátt í annan milljarð fyrir lummulega íbúð á Manhattan og allt úr slitnum og galtómum vösum. Þessi maður sem ætlaði að nærast á Diet Coke til æviloka til að ná endum saman.