Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Klappstýran
11.1.2010
Ekki er langt um liðið síðan hann var kallaður, "klappstýra útrásarinnar". Nú er hann þjóðhetja og hvers manns hugljúfi og hafinn upp til skýja. Hvað er svona geðsveifla kölluð innan geðfræðinnar ? Morbus Islandicus ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Stórleikarinn snýr aftur
9.1.2010
Birgir Ármannsson, stórleikarinn mikli sér að það fækkar í aðdáendahópnum þrátt fyrir stórkostleg tilþrif á sviðinu á Alþingi síðustu misserin. Nú vill hann hóa í áður óþekkta meðleikara utan úr heimi til að koma sér aftur hlutverk hins eina sanna og óumdeilda stórleikara, sem hann alltaf hefur verið.
Uppbyggilegt að leita leiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það hefði verið hægt að hóa í mig
9.1.2010
og ég hefði komist að nákvæmælega að sömu niðurstöðu og Már. En það voru einstaklingar sem vöruðu okkur við en á þá var aldrei hlustað og þurftu þeir að sitja undir fúkyrðaflaumi hrunadansara sem ætluðu sér alltaf að keyra allt í þrot, ræna og rupla með einbeittum brotavilja.
Hefði átt að stöðva bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IceSafe holdi klætt
9.1.2010
Á þjóðin og dómsvaldið ekkert vantalað við þessa menn? Svo virðist ekki vera.
Bjarni: Eigum aðra kosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sagan endurtekur sig
6.1.2010
Nú eru allir þeir sem vara við neikvæðum afleiðingum vegna ákvörðunar forsetans úthrópaðir, sem föðurlandssvikarar og vitleysingjar. Nákvæmlega það sama gerðist þegar ýmsir málsmetandi menn vörðuðu við yfirvofandi bankahruninu á sínum tíma. Þá hafði þjóðremban náð stórkostlegum hæðum, en nú virðist hún stefna í enn hærri hæðir, þar sem sýndarveruleikinn einn ræður ríkjum en engin rökhugsun.
Neikvæð umræða hentar ríkisstjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umfangið eitt og sér
4.1.2010
sýnir hversu stórtækir glæpamennirnir voru í útrásinni varðandi bara einn banka. Öll siðmenntuð ríki hefðu komið í veg fyrir þetta. En ekki á Íslandi, sem varla getur lengur talist meðal siðaðra þjóða.
Kröfur frá 111 löndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)