Drápsæðið heldur áfram

Í fjárlögum fyrir næsta ár fá refadrápsmenn 18 milljónir til að halda áfram ógeðslegri iðju sinni. Tala um forgangsverkefni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

hm?  Getur verið að þú hafir hugsað helminginn af færslunni?

Eygló, 14.12.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Offari

Þetta er greinilega í forgang í kreppuni. Viltir refir hérlendis eru ekki Evrópustaðlaðir.

Offari, 14.12.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Eygló

Grillir í skilning hjá mér.

Hafa rebbarnir fallegu ekki verið dýrbítar í hálfu starfi. Það er ljót sjón líka og tekur lengur af; sauðfé og bændum til ómælds miska. (hef ekkert vit á þessu, ríf samt kjaft :)

Eygló, 14.12.2009 kl. 22:02

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Leifum refnum að drepa gjaldeyrisskapndi verðmæti. Svo þegar búið er að leggja niður landbúnaðinn þá finna galdrakarlarnir upp nýja vinnu fyrir þá sem lifa á að vinna úr landbúnaðarvörunum, svo maður nú tali ekki um alla sem hafa vinnu af að þjónusta starfsemina.

Já endilega leggjum niður bændur og alla þjónustu og milliliði sem lifa á þessu. Hvað skyldu það vera mörg störf? Í upphafi skal endirinn skoða. Ég er búinn að skoða endirinn en við skulum endilega leggja niður landbúnaðinn til að allir skilji endirinn. Áhættan kostar væntanlega ekki svo mikið? Gangi okkur öllum rugludöllum þessa lands vel.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.12.2009 kl. 22:14

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Anna mín: Þá vei ég það Refurinn mun útrýma bændum. Ef svo er þá mega þeir alveg útrýmast ef þetta er óvinurinn, hvers konar væluskjóður eru bændur. ER ÞETTA ÓVINURINN ????

Finnur Bárðarson, 14.12.2009 kl. 22:55

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

EYGLÓ: Dýrbítar, hvaða rugl er þetta, dýr borða dýr. Stór sannleikur

Finnur Bárðarson, 14.12.2009 kl. 23:00

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ljót sjón Eygló: Hefuðru séð ljón gadda í sig bamba litla ? Ekki fagurt en svona er náttúran og ætla íslendiskir bændur að hafa hdemil á þessu, Guð sé oss næstur

Finnur Bárðarson, 14.12.2009 kl. 23:04

8 Smámynd: Eygló

Finnur! slaaaka. Það eina sem er að, er að ég skil ekki færsluna þína.
Það er ekki þar með sagt að hún sé slök eða vitlaus. Alveg eins að ég treg og fattlaus og/eða ekki inni í málinu.

Mig langar svo að skilja þennan tilfinningaþrungna texta "Drápsæðið heldur áfram"  -  "Refadrápsmenn"  -  "ógeðsleg iðja"

Eru það 18 milljónirnar sem við þurfum að borga?
Eru drápsaðferðirnar ómannúðlegar?
Er refurinn í útrýmingarhættu?
Viltu ekki að honum fækki?

Refir er ein þeirra dýrategunda sem maður getur ekki annað en dáðst að; rosalega flottir, klárir og voru hérna á undan Íslendingunum! Taldir hafa komist yfir Beringsund.

Svar:  Þekki engan Bambabónda

Eygló, 15.12.2009 kl. 00:43

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvaða kotkarlar eru það sem ekki sofa með riffilinn hlaðinn við höfðagaflinn, reiðubúnir að mölva rúðuna með skeftinu og freta á lágfótu hvar hún læðist að fénaðinum og gerir sig líklega til að glefsa í snoppufríða vorgimbur? Auðvitað eiga bændur að sjá um það sjálfir að verja sinn bústofn, hvers lags bjánaháttur er þetta eiginlega. Þarf ekki að ráða mannskap fyrir aðrar 40 milljónir til þess að skeina þessum aumingjum og sæða fyrir þá kellingarnar?

Baldur Hermannsson, 15.12.2009 kl. 08:18

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

segi eins og Baldur, auðvitað eiga bændur að sjá um þetta sjálfir

Jón Snæbjörnsson, 15.12.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband