Ekki rétti sökudólgurinn

Davíð Oddsson eys ótrúlegum fúkyrðaflaumi yfir sérstakan saksóknara í Staksteinum í dag. Ástæðan: Baldur er persónulegur vinur Davíðs og innmúraður Sjálfstæðismaður og aðrir hafa líklega gert meira af sér. Svo eru 250 milljónir bara smáaurar. Þarf nokkur lengur að velkjast í vafa um niðurstöðu rannsóknar hrunsins ef Davíð hefði væri við völd. Embætti saksóknarans og nefndin yrðu lögð niður og Evu Joly vísað úr landi. Öllum gefin grið nema Baugsfeðgum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Staksteinar í dag eru allir tilvitnun í pistil eftir Jón Baldur Lorange. Skrítið að þú eignar Davíð Oddsyni þessi skrif. Já langt er nú seilst hjá Davíðs höturum og málflutningurinn ekki alltaf merkilegur.

Ragnar Gunnlaugsson, 19.11.2009 kl. 16:50

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þetta er er ekki rétt með farið hjá þér, Ragnar. Síðasta málsgrein Staksteinapistilsins er  frá blaðinu og er á þessa leið:

,,Stóra fréttin í þessu undarlega máli er auðvitað sú að 14 mánuðum eftir „hrun“ þá skuli fyrsta frystingin á fjármunum beinast að embættismanni úr fjármálaráðuneytinu. Þeir sem óðu um bankana með eignarhaldsfélögin sín og slógu hundraða milljarða lán jafn létt og aðrir drekka vatn eru ekki enn komnir á blað. Þetta lofar ekki góðu og er fremur grátlegt en hlægilegt".

Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.11.2009 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband