Sniðugt trix til að losna við bloggara
8.10.2009
Ég er einn af mörgum sem blogga um fréttir á mbl.is. Ritstjórinn er búinn að finna út hvernig hann losnar við þessa óværu sem bloggara eru: Hafa nógu leiðinlegar fréttir þannig að engin leið er til að skrifa blogg um fréttina. Eða er Mogginn bara orðinn svona hrikalega leiðinlegur eftir ritstjóraskiptin ? Nokkrar spennandi fyrirsagnir í dag:
Fundi VG lokið
Eggert aftur til Ham
Óveður í aðsigi
Fjarskild frænka hafði samband
Mikill niðurskurður í hreinsun á veggjakroti
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Facebook
Athugasemdir
Ekki finnst mér að Davíð hafi tekist að draga úr þér kraftinn.
Offari, 8.10.2009 kl. 15:45
Ég linka svo sjaldan í fréttir að hann losnar ekki við mig með þessu. Ha ha.
Sæmundur Bjarnason, 8.10.2009 kl. 15:49
Jæja takk Offari, en ég fer að linast ef ekki verður skrifað um útrásardjöflana.
Finnur Bárðarson, 8.10.2009 kl. 15:49
Mér tekst aldrei að verða alvöru "Sæmundarbloggari" ( = besta bloggið) . Þannig að ég á ekki marga kosti Sæmundur.
Finnur Bárðarson, 8.10.2009 kl. 15:53
Ég er þá ekki ein um þetta, var einmitt að hugsa áðan hvað allar fréttir eru bitlausar og hversu lítið væri hér í gangi. Það vantar einhver kraft.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2009 kl. 16:05
Þetta er voða máttlaust Ásdís. Ég fékk smá kikk þegar blaðið skrifaði um kofana hans Hannesar. En trúlega verður skjaldborgin um gaura eins og hann efld
Finnur Bárðarson, 8.10.2009 kl. 16:15
Bláleitur fölvi Moggans er að verða helblár. Margt er þó gott í blaðinu, svo allrar sanngirni sé gætt. Ætli Mogginn stefni nokkuð í fjárhagslega öndunarvél?
Björn Birgisson, 8.10.2009 kl. 16:28
Það er þegar búið að koma henni fyrir í Hádegismóum og beintengd við Landsbankann.
Finnur Bárðarson, 8.10.2009 kl. 16:32
Þetta er svo útspekúlerað.
Nú er bara að hnýta í óskyldar fréttir.
Óveður í aðsigi: Það má nú prjóna ýmislegt við það..
hilmar jónsson, 8.10.2009 kl. 17:01
Hilmar: DV stendur sig best á mínu áhugasviði svo ég tengi bara við þá. Þetta með óveðrið það mætt nú spinna út frá því eins og þú segir.
Finnur Bárðarson, 8.10.2009 kl. 17:13
Já sammála, eins og Dv hefur farið í taugarnar á mér vegan æsifrétta um róna og undirmálsfólk, þá eru þeir í ágætum kipp núna.
hilmar jónsson, 8.10.2009 kl. 17:35
Alveg sammála þér Hilmar. DV er mikið að skána. Kannski er Mogginn að versna en vonandi stendur Moggabloggið fyrir sínu þó margir hafi farið.
Sæmundur Bjarnason, 8.10.2009 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.