Kjarkmennið Ögmundur

Þegar hann sá hvaða verkefni biðu hans í komandi blóðugum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu guggnaði hann. Fór fyrstur í lífbátinn þegar slagsíðan jókst, til þess eins að bjarga sínu pólitíska skinni. Var settur í dýrlingatölu fyrir vikið.
mbl.is Hefur trú á að stjórnin lifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Finnur.

Já, þetta er grátlegt hvernig hann er að spila sig stærri en efni leyfa. Þetta minnir mig á persónudýrkunina í Norður Kóreu, Albaníu hérna áður fyrr, og Mao og fleiri og fleiri.

þeir eru meiri menn og konur sem enn sitja og leggja sig alla fram við að finna lausnir.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 17:33

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hef aldrei haft álit á Ögmundi svo það var ekki úr neinum stól að falla hjá honum fyrir mér. Hann má bara eiga sig mín vegna.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2009 kl. 17:37

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér finnst hans eftirá skýringar ekki trúverðugar. Ég tek ofan fyrir Steingrími, aleinn í brimgarðinum með allir aðrir standa á ströndinni og púa á hann.

Finnur Bárðarson, 6.10.2009 kl. 17:54

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Steingrímur stendur uppúr.

Hugmynd Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur að Ögmundur labbi sér aftur inn í stjórnina er einhver undarlegasta þvæla sem komið hefur frá Íslenskum stjórnmálamanni á lýðveldistímanum og sýnir best veruleikafyrringu þingmannsins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2009 kl. 18:28

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hún ætlar í hinn lífbátinn, og róa á eftir Ögmundi. Einfalt og þægilegt og menn halda ekki vatni yfir þessum þingmönnum.

Finnur Bárðarson, 6.10.2009 kl. 18:50

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Er ekki alveg sammála Finnur með að Ögmundur hafi verið að flýja erfið verkefni, held að hann sé prinsippmaður og hafi fylgt samvisku sinni.

En hann má alveg fara að slaka á, skilaboðin eru komin fram.

Guðfríður Lilja aftur á móti.....hmmm

hilmar jónsson, 6.10.2009 kl. 19:12

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það má vera rétt Hilmar. Ég er bara tortryggin gagnvart öllum stjórnmálamönnum um þessar mundir

Finnur Bárðarson, 6.10.2009 kl. 21:00

8 identicon

Ögmundur, Steingrímur og Guðfríður Lilja, ásamt hugsanlega Atla og fleirum, eru fyrstu heiðarlegu stjórnmálamennirnir sem þessi þjóð hefur fengið, og þá vil hún losna við þá.

Bleaf Productions ehf (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 21:50

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég verð að segja að mér finnst Ögmundur hafa fórnað meiri hagsmunum fyrir minni. Hvað meina ég með því, hagsmunir heillar þjóðar hljóta að vega þyngra en svo að hægt sé að leggja þær á vogarskál á móti prinsip skoðunum einstaklings. Það er gott að standa á sínu og allt það. En eins og staða okkar íslendinga er núna er það gríðarlega mikil ábyrgð að leggja svo gríðarlega mikið undir, þó um persónulegt prinsip sé að ræða.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.10.2009 kl. 02:07

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ef ég á að nefna stjórnmálamenn sem í mínum huga eru mest traustvekjandi.

Af gömlu= Ögmundur hann hefur staðið fastur á sínum málum og fylgt samvisku sinni

Af hálf gömlu= Guðríður Lilja. Hún stendur fast á skoðunum sínum eins og varðandi Icesave og inng. í ESB

Af nýju= Ásmundur hinn ungi, + kannski Vigdís Hauksdóttir

Frekar undarlegt að nær allir þessara koma úr röðum VG.

Á Steingrími hef ég aftur á móti misst algjörlega álit á. Hefur sínt  sig að vera bæði blekkinga maður og refur sem notar orð annara til að hæðast að.  Eins og sást og heyrðist á Icesave fundinum í Iðnó í sumar. Og segir síðan ekki nema hálfan sannleikann fyrir fjölmiðlum.

Ég er þó eins og þú tortrygginn Finnur gagnvart þeim öllum og spyr mig alltaf ýmsa spurninga í nálægð við þá......

Guðni Karl Harðarson, 7.10.2009 kl. 11:17

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvað græðum við ef hún hverfur ?

Jón Snæbjörnsson, 7.10.2009 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband