Er þetta nýtt eða gamalt ?
5.10.2009
Lengi vel ríghélt ég í AGS hugmyndina, sem ég taldi vera einu lausnina, en nú renna sannarlega á mig tvær eða fleiri grímur við lestur þessarra fréttar. En gott væri að vita hversu ný þessi skýrsla er. Mogginn sendi t.d. í gær "glænýjar" upplýsingar síðan 2007 um hvar væri best að búa í heiminum. Er farinn að taka fréttir Mbl.is með fyrirvara.
Kröfur AGS auka kreppuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- jennystefania
- skagstrendingur
- snjolfur
- svarthamar
- jonsnae
- egill
- offari
- saemi7
- icekeiko
- kamasutra
- muggi69
- hildurhelgas
- sveinnelh
- zeriaph
- jaherna
- gisgis
- jenfo
- sleggjudomarinn
- vistarband
- gun
- hreinn23
- svanurg
- brjann
- gustichef
- fridust
- fridaeyland
- fridabjarna
- tara
- gudruntora
- kreppan
- kreppukallinn
- ace
- thj41
- skessa
- rutlaskutla
- nimbus
- baldher
- skrilllydsson
- gattin
- jakobk
- annaeinars
- disdis
- himmalingur
- gudrunkatrin
- larahanna
- gudmunduroli
- amman
- katrinsnaeholm
- jensgud
- martasmarta
- fhg
- agustg
- birgitta
- tryggvigunnarhansen
- baldurkr
- fun
- salvor
- kreppuvaktin
- olinathorv
- imbalu
- gelin
- gumson
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- valdimarjohannesson
- flinston
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Mjög margir halda því fram að AGS sé ill stofnun sem gangi út á það að skuldsetja lönd svo erlendir fjárfestar (aðallega BNA) geti síðan keypt öll verðmæti í landinu. Ef maður kynnir sér þessar kenningar (ath. þó að trúa ekki öllu sem maður les þegar kemur að svona efnum) þá virðist sem þetta sé nákvæmlega að gerast á Íslandi eins og eftir handriti. Ef maður vill finna gagnrýni á aðferðum AGS þarf ekki að leita lengra en á Wikipedia.
http://en.wikipedia.org/wiki/International_Monetary_Fund#IMF.2FWorld_Bank_support_of_military_dictatorships
http://en.wikipedia.org/wiki/International_Monetary_Fund#Criticism
Mundu þó að Wikipedia hefur sína galla, og reyndu að finna báðar hliðar málsins til að mynda skoðun. Svo mæli ég líka með vald.org. Mjög áhugaverð bloggsíða hjá Íslenskum hagfræðingi sem hefur mikið til síns máls að færa.
Ármann (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 14:55
Ég tek öllu sem Mogginn segir um þessar mundir með ákveðnum fyrirvara.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.10.2009 kl. 14:58
Ég held að ég taki þessu með miklum fyrirvara eins Ármann og Hólmfríður benda réttilega á.
Finnur Bárðarson, 5.10.2009 kl. 15:07
Ég hélt líka að við yrðum hreinlega að fá AGS hér inn......nú vil ég þá út á hafsauga,,,,,,,,,,,,,,þeir hafa ekki verið að hjálpa þjóðinni fram að þessu
Hólmdís Hjartardóttir, 5.10.2009 kl. 16:01
Hólmdís ég er ekki eins sannfærður, en rétt hjá þér lítil aðstoð hingað til eða engin.
Finnur Bárðarson, 5.10.2009 kl. 16:06
sé ekki neitt jákvætt við þetta AGS - vil frekar setja þúngann á þá sem "hnupluðu" frá mér og þér - vil fá þessa peninga til baka ásamt dráttarvöxtum - með góðu eða illu
Jón Snæbjörnsson, 5.10.2009 kl. 16:13
Sammála Jón nú vil ég fara sjá glitta í alvöru handjárn. Ég veðja á að illa aðferðin dugi best. Ég hef verið að kynna mér aðferðir spænska rannsóknarréttarins. Trúlega dugar ekkert minna. En ég vil fá aurana mín til baka og það strax.
Finnur Bárðarson, 5.10.2009 kl. 16:42
satana bergana
Jón Snæbjörnsson, 5.10.2009 kl. 17:03
Sæll, eftirfarandi er listi yfir klassískar samdráttar aðgerðir, sem gripið er gjarnan til, ef og þegar, hagkerfi er að yfirhitna. Síðan getur þú borið þetta saman við núverandi stefnu:
-------------------------------
Aðgerðir sem draga úr:
*Háir vextir og vaxtahækkanir.
*Skattahækkanir.*
*Niðurskurður ríkisútgjalda.*
*Verðhjöðnun.*
*Aukning bindisskyldu banka.*
*Auka kröfu til banka um eiginfjárhlutfall.*
------------------------
Ef fleiri en einn þessara þátta, er í fullri virkni, eða að plön eru uppi um að auka í einhverra þessarra þátta, eða jafnvel auka í fleiri en einn; þá að sjálfsögðu hægir frekar á hagkerfinu.
Þjóðhagfr, 101.
-----------------
Ég bendi á eftirfarandi færslur:
http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/959997/
http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/959354/
http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/956212/
-----------------------
Þetta er ekki flókið, samdráttaraukandi aðgerðir auka samdrátt.
Til að stuðla að hagvexti, þarf að grípa til aðgerða er auka umsvif.
Þ.e. að sjálfsögðu lækkun þeirra þátta, sem að ofan eru hækkaðir.
Að sjálfsögðu, er mjög lítið svigrúm fyrir okkur, eins og staðan er í dag. En, með því að sleppa gjaldeyrislánunum, cirka 40% af áætluðum framtíðar-erlendri-skuld ríkissjóðs, og einnig hátt hlutfall erlendra vaxtagjalda ríkissjóðs til framtíðar skv. áætlun; þá skapast borð fyrir báru samanborið við núverandi plön.
Þ.e. lægri skuldir og vaxtagjöld, þíðir að halli ríkisins minnkar við það eitt að taka út þennan kostnað sem er innifalinn í áætlunum um halla, einnig um leið minnkar þörf ríkisins fyrir niðurskurð og tekjur, og þar með dregur úr því neikvæða sem þarf að gera.
Í reynd, mætti einnig skera niður yfir lengra tímabil, þ.s. með cirka 1.000 milljarða minni skuldir, væri hægt að hafa efni á halla til lengri tíma, án þess að aukning vaxtagjalda setti allt á hausinn.
Þetta myndi flíta fyrir hagvexti, en hagvöxtur myndi einmitt skila inn tekjuaukningu og þannig smáma saman éta upp hallann. Ef til vill, þyrfti ekki neinar viðbótar skattahækkanir, og einungis niðurskurð í formi hagræðingar sem einmitt tekur alltaf tíma að ná fram, en í þessu tilviki hefðum við efni á smá þolinmæði.
-----------------------
Það myndi einnig hjálpa, ef vaxtagjöld vegna Icesave koma ekki inn í efnahagsreikninginn, alveg strax. Þannig, gríðarlega gott eins og ég stakk upp á í eldri athugasemd, að geyma Icesave deiluna þar til, uppgjör Landsbanka hefur farið fram - í svona, 2-4 ár.
Auðvitað, engin ESB aðild á meðan, en það mál er ekkert slíkt úrslitaatriði, að seinkun um þá hríð skipti einhverjum sköpum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.10.2009 kl. 17:24
skýrlsan er gefin út í Október 2009 og fjallar um þær aðgerðir sem AGS stendur fyrir núna
Benedikt Gunnar Ófeigsson, 6.10.2009 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.