Heimsbyggðin hlustar þegar Davíð talar

Steingrímur Hermansson var á sínum tíma þekktasta blaðurskjóða stjórnmálanna. En rödd hans náði ekki eyrum alheimsins enda samskiptatæknin lítt þróuð, og olli því litlu tjóni. Ég get í sjálfu sér verið sammála þessari setningu " ég borga ekki skuldir óreiðumanna". Gildir þá einu hvort Númi frændi minn Bíldal hefði sagt það eða einhver annar. En hér talaði seðlabankastjóri sem öll heimsbyggðin hlustar á, og orð hans náðu að sjálfsögðu eyrum íbúa í Downingsstræti 10 með þeim skelfilegum afleiðingum, að við vorum umsvifalaust sett á bekk með Al Qaeda og Norður Kóreu. Stundum er betra að að stilla blaðrinu í hóf þó það innihaldi sannleikskjarna og sér í lagi ef afleiðingarnar verða jafn skelfilegar og raun ber vitni.
mbl.is Guardian fjallar um hrunið á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

100% sammála þér Finnur.

hilmar jónsson, 28.9.2009 kl. 14:37

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gott að vita að þú bloggar áfram Hilmar. Takk fyrir heimsókn.

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 14:42

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

var ekki verið að heimta svör á þessum tíma ? mann ánskotinn svaraði bara spurningu blaðamanns eins og gert er ráð fyrir að þetta fólk geri eða hvað

Jón Snæbjörnsson, 28.9.2009 kl. 14:48

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Rétt hjá þér Jón, en orð geta verið dýr. Fer eftir því hver talar. Og afleiðingar afdrifaríkar eins og komið hefur á daginn.

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 14:50

5 Smámynd: Offari

Greyið Davíð vissi bara ekki að þeir í Downingstræti 10 væru með stillt á Rúv.  Það má vel vera að þetta hafi verið ástæða hryðjuverkalagana en ég held samt að Davíð hafi ekki sett þau á.

Ég hef trú á að allt sem Davíð á sökkótt í hruninu hafi hann gert í þeirri trú að hann væri að vinna í þágu þjóðar sinnar en ekki einstakra vina.  Það má vel vera að það sé rangt en ég tel íka rangt að dæma saklausa menn.

Offari, 28.9.2009 kl. 14:51

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nei Bretar settu þau á. Þá hefur Davíð ekki verið sjálfrátt þegar hann leyfði öllu að sigla andskotans. Þó segi ég ekki að hér hafi verið brotavilji á ferð. Bjöggarnir sáu um þann hluta. En það eru fleir en Davíð sem bera ábyrgð á sinnuleysinu.

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 14:56

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

við ættum kanski að leita uppi "apaköttinn" sem þýddi orð Davíðs ofaní helv hann Gordon

Jón Snæbjörnsson, 28.9.2009 kl. 15:00

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gordon talar íslensku reiprennandi, enda ekki svo skrítið.

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 15:04

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nú ? hvernig þá ? af lingaphone ?

Jón Snæbjörnsson, 28.9.2009 kl. 15:10

10 identicon

Einkennilegt að Gurdian skuli koma með ástæðu fyrir því að Bretar beittu Íslensku þjóðina hryðjuverkalögum tæpu ári of seint. Ég vil fá að vita hvaða Samfylkingarpési er að matreiða gamalt og kunnulegt Samfylkingarbaul ofan í erlenda fjölmiðla?

kv d

Dóra litla (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 15:12

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sennilega Jón :)

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 15:14

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég veitt ekkert um þetta baul eða matreiðslu þess Dóra. Það verða aðrir að skilgreina það.

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 15:16

13 identicon

Bresk stjórnvöld voru búin að ákveða fyrir umrætt Kastljósviðtal að beita Íslendinga hryðjuverkalögum! Þessi umfjöllun Gurdian er ættuð úr getgáturanni Samfylkingar og ekkert annað.

Það er vægast sagt einkennilegt þegar við fáum hið gamalkunna, tæplega árs gamla getgátubaul Samfylkingarinnar beint í æð frá erlendum fjölmiðli.

Ég vona að ég hafi útskýrt mína meiningu nógu vel!

kv d http://gagnrynandi.blog.is/blog/gagnrynandi/

Dóra litla (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 15:24

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þú hefur skýrt þitt mál vel Dóra, en ég er frekar tregur og þarf að melta þetta aðeins lengur :)

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 15:26

15 identicon

Já, mikil ábyrgð fylgir orðum manna í svona stöðum. Skrýtið að enginn skuli hafa hlustað á hann þegar hann var að vara við hruninu.

Einhvers staðar las ég áðan að Davíð hafi alltaf verið snöggur til við að bjarga íslensku þjóðinni og ef með þurfti rifið kjaft við útlendinga.

Mér þætti gaman að lesa nokkur dæmi um það hvar snarræðið og diplómatískir hæfileikar hans hafa bjargað Íslandi frá vandræðum á skömmum tíma.

Anybody?

Einar Hansson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 15:27

16 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þú kemur að tómum kofanum hjá mér Einar

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 15:30

17 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég kaupi ekki þessa eftirá skýringu blaðamannsins frá breska DV

Þessi blaðamaður kvað hafa dvalið nokkuð hér við efnisleit og öflun.

Mér segir svo hugur, að þessi skondna skýring sé nú komin frá viðmælendum hans hérlendis en ekki í Bretlandi.

Það er nefnilega svo, að of oft fara erlendir menn með svipað og hefur verið hér á húsgangi lengi.  Er það sama hvort eru blaðamenn eða útsendarar AGS eða matsfyrirtækja.  Þessir vilja svo oft enduróma það sem ákveðnir ,,ráðamenn" vilja fá í umræðuna og oftar en ekki, grípa ,,heimildamenn" ummælin á lofti og halda þar sem lengst þeir mega.

Þetta er allt gamalþekkt og margreynd aðferð.

SA og félagar beita þessu oft, að því er virðist og bankarnir gengu afar langt stundum í þessa veru.

Manstu ekki fárið vegna Íbúðalánasjóðs og kærumálin öll?  Voru þeir AGS menn ekki ætíð að hníflast eitthvað í hann?  allt pantað auðvitað.

Miðbæjaríhaldið.

Bjarni Kjartansson, 28.9.2009 kl. 15:31

18 Smámynd: Finnur Bárðarson

Guardin er flott blað og fer sjaldan með fleipur. Hins vegar margt umhugsunarvert í athugasemd þinni Bjarni

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 15:38

19 identicon

Var það ekki símtal við einhvern dýralækni sem gerði útslagið? (eða var ekki fyrrverandi viðskiptaráðherra dýralæknir?) Svo og yfirtaka ríkisins á Glitni.

En ef breska fjármálaeftirlitið hefur verið að fylgjast með hreyfingum á fjármagni íslensku bankanna, Kaupþings og Landsbankans, þá furða ég mig satt best að segja ekki á því að þessum lögum hafi verið beitt.

En svona eins og góðir milli managerar, er alltaf gott að geta bent á einhvern annan þegar eitthvað fer úrskeiðis.

Hvar var eftirlitið með íslensku bönkunum?
Af hverju var stýrivöxtum haldið svona háum? Er það ekki helsta orsök hrunsins? Háir stýrivextir sem þýðir að fjármagn streymi inn í landið til ávöxtunar, en reynt með öllu afli að verja krónuna falli. Það er formúla fyrir sápukúlu.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 15:39

20 Smámynd: Offari

Umrædd símtal þar sem Árni matt sagði ríkisstjórnina hafa forgangsraðað innanlandsvandanum framm yfir erlend vandamál gerði útslagið að sögn Darling. En getgátur um að hann hafi tekið þess ákvörðun eftir að haf horft á kastljós og fjármagnsflutningar til Ísland hafa oft verið orðaðar.

Ég hef enga trú á að Darling hafi horft á kastljós þetta kvöld. Heldur held ég að Darling hafi sagt satt. Málið var að búið var að semja við Landsbankann um greiðslu til að ljúka þessu máli. En þegar neyðarlögin voru sett var ljóst að sú greiðsla kæmi ekki.

Það held ég hafi einmitt verið það sem Darling hafi skilið af samtalinu við Árna. 

Offari, 28.9.2009 kl. 15:50

21 Smámynd: Finnur Bárðarson

Síðasta málsgreinin þín Einar hnýtir saman nokkra enda í mínum huga.

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 15:54

22 Smámynd: Finnur Bárðarson

Offari: Ég trúi því ekki heldur að Darling hafi horft að Kastljós. En eitthvað mikið hefur gengi á ef "Bretar" grípa til þessarra ráða, jafnvel þó þeir séu illmenni. Kanski margir samverkandi þættir sem og ummæli frá ráðamönnum þjóðarinnar á þeim tíma.

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 15:57

23 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll FInnur. ÉG ætlaði að taka mér pásu en nú er ég svo mega hress síðan Davíð tók við ristjórastólnum og fólk fór að hætta í stríðum straumum hér inni, að ég held bara að ég sé mætt á svæði aftur, gaman að vera til í góða veðrinu í dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2009 kl. 16:04

24 Smámynd: Offari

Þetta var örugglega margþætti en ég tel samt að samningsslitin sem urðu við neyðarlögin hafi gert útslagið.  Bretar eru engin illmenni ef við horfum á málið frá þeirra snjónarhóli get ég vel skilið harkaleg viðbrögð því þeir voru að verja sína þegna likt og okkar þingmenn eiga að verja sína þegna.

Offari, 28.9.2009 kl. 16:06

25 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gott að fá þig í heimsókn Ásdís, og með léttu lundina. Hvað sem má segja um ritstjórann þá er bloggsvæði Moggans með því besta og auðvelt í notkun. Og þeir sem hafa umsjón með því veita manni góða aðstoð ef á þarf að halda.

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 16:07

26 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 bretar eru næs, ekki spurning.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2009 kl. 16:09

27 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ég verð að taka undir með henni Ásdísi hér fyrir ofan og kanski aðeins að smyrja á þetta - og þvílík veðurblíða sem fylgir þessum "stóla" skiptum hjá blessuðum manninum honum Davíð

Jón Snæbjörnsson, 28.9.2009 kl. 16:09

28 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Jón Snæbjörnsson, 28.9.2009 kl. 16:10

29 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lífið ilmar í dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2009 kl. 16:12

30 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jæja satt segið þið Jón og Ásdís, sólin skín, farinn út á svalir að viðra Nóa og mig.

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 16:18

31 Smámynd: Offari

Ég vill leyfa mér að efast um að Davíð ráði nokkuð um veðurfarið.

Offari, 28.9.2009 kl. 16:23

32 Smámynd: Offari

Allavega ekki þegar veðrið er gott.

Offari, 28.9.2009 kl. 16:26

33 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

haha góður

Jón Snæbjörnsson, 28.9.2009 kl. 16:27

34 Smámynd: Finnur Bárðarson

Algerlega sammála Offara :):)

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 16:29

35 identicon

Það var nú búið að vera yndislegt veður lengi þar sem ég er (Krefeld/Þýskalandi) áður en Davíð fór að ritstýra. Sólskin og 22 stig síðustu 2 vikur :-).
Eini munurinn er að síðan hann settist í þennan stól er að ég er búinn að vera sveittur við að gróðursetja runna í garðinum. Vona að þeir dafni eins vel og allt sem Davíð leggur hönd á, eða jafnvel betur.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:51

36 Smámynd: Finnur Bárðarson

Bláa höndin tortímir öllu svo njóttu vel í þínum garði fjarri höndinni miklu Einar.

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 19:50

37 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bláa höndin mun fara eyðingarhendi um sannleikann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2009 kl. 21:32

38 Smámynd: Finnur Bárðarson

Yes ! Axel þetta er málið

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 22:02

39 identicon

Og samt tekst þjóðinni ekki að fá þennan mann til að halda kjafti í eitt skipti fyrir öll.  Alveg sama hvað hann skaðar okkur, elskar hann sem og náhirð hans að hlusta á hann röfla.   Sennilega hefur engin núlifandi íslendingur valdið íslensku þjóðinni meiri skaða.  Skaða sem varla verður bættur. 

Margrét (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 01:02

40 Smámynd: hilmar  jónsson

Og Nói þinn slapp góðu heilli undan bláu höndinni Finnur. he he..

hilmar jónsson, 29.9.2009 kl. 08:22

41 identicon

Eða er þetta ekki bara bláa höndin?

http://www.youtube.com/watch?v=9_VYFd5CQVg

Einar Hansson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 08:33

42 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Held að Bretarnir 2 (Darling og Brown) hafi bara verið að leita sér að ástæðu til að setja þessi lög á.

Darling segir í viðtali í morgunþættinum að eftir samtal við þáverandi þingmann Árna Matt hafi hann fengið þá vitneskju að Íslendingar ætli ekki að borga, eins og hann sagði "Believe it or not, they are not going to pay" þessi orð lét hann falla eftir að hafa tekið það fram að það var eftir samtalið við Árna Matt og sagði hann Árna Matt hafa sagt þetta við sig, sem síðar eftir spilanir á upptökum var ekki satt hjá Darling, hann var semsagt gripinn að því að ljúga.

Það voru búnar að vera einhverjar færslur frá Landsbankanum þarna úti og heim, samkvæmt fjölmiðlum, voru samkvæmt annari frétt ekkert ólöglegt við þær færslur en ég ætla ekki að commenta á það.

Lehmans Brother voru ný farnir á hausinn og þegar Bretar komu að útibúinu þar í landi (var það ekki örugglega Lehmans) þá var allt tómt þar í búi.

Ætli það hafi ekki bara verið málið, þeir hafi verið hræddir um að það sama væri að fara gerast í Landsbankanum, þ.e. að þeir kæmu að tómu búi og því skellt þessum lögum á með upplognum ásögnum um að Íslendingar ætluðu ekki að borga, bæði til að reyna koma í veg fyrir að meiri fjár yrði fluttur frá útibúinu og til að setja fordæmi ásamt því hugsanlega að upphefja sjálfa sig í heima pólitík með því að finna sameiginlegan óvin erlendis til að beyta spjótunum annað en að sjálfum sér.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.9.2009 kl. 10:05

43 identicon

En Doddi, hvernig var með Kaupþing og stórlán þeirra til einhverra dúbíós bisnessmanna á þessum tíma? Þar flæddu líka hundruðir milljóna eða milljarðar punda frá Bretlandi í hinar ýmsu áttir (jafnvel Tortóla).

Svo næstu mánuði á eftir voru fréttir úr allri Evrópu um ofsóknir í garð Íslendinga. Þeir voru boykotteraðir í verslunum í Danmörku, rusli hent yfir til þeirra í sumarhúsum á Spáni.

Er það svona sem Íslendingar vilja vera meðhöndlaðir?
Auðvitað er þetta fáránlegt, því að í rauninni finnst skattborgarinn hann vera saklaus. En af hverju leyfði skattborgarinn ríkisstjórninni, seðlabankanu og FME þetta vítaverða kæruleysi?

Allir aðrir Evrópubúar vita að þeirra peningur, sem þeir leggja inn á sparifjárreikning hjá banka eða sparisjóði, er tryggður upp að vissu marki.
Af hverju ættu breskir/hollenskir skattgreiðendur að borga fyrir kæruleysið hjá Íslendingum?
Ef eitthvað er, þá ætti að dreyfa þessu víðar, jafnvel á ESB. En ekki endilega á breska og hollenska skattgreiðendur.

Íslendingar mega teljast heppnir að ríkisstjórnir þessara landa hafi borgað út trygginguna til sparifjáreigenda. Annars væri landinn núna í enn dýpri kúk.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 10:19

44 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

En hvað með okkur Einar, þegar Breska ríkisstjórnin setti Landsbankann og KÞ Singer og Friedland þá settu þeir KÞ hér heima á hausinn og fyrir vikið varð hér ómældur skaði fyrir alla borgara landsins, hver á að borga það?

hvernig var með Kaupþing og stórlán þeirra til einhverra dúbíós bisnessmanna á þessum tíma? Þar flæddu líka hundruðir milljóna eða milljarðar punda frá Bretlandi í hinar ýmsu áttir (jafnvel Tortóla).

Og vinsamlegast ekki halda það í sekúndu að ég sé að verja gerðir þessara banka.

En af hverju leyfði skattborgarinn ríkisstjórninni, seðlabankanu og FME þetta vítaverða kæruleysi?

Ég tel þig gefa skattborgaranum of mikið lof um hvað skattborgarinn vissi að væri í gangi þar, ég tildæmis hafði ekki hugmynd um þessi útibú hjá bönkunum fyrr en í kringum fallið, hvað þá hvað var að gerast innanhúss, það er auðvelt að dæma þetta eftir á þegar hlutirnir fara að koma í ljós.

Allir aðrir Evrópubúar vita að þeirra peningur, sem þeir leggja inn á sparifjárreikning hjá banka eða sparisjóði, er tryggður upp að vissu marki.

Þar sem þessir bankar eru einkafyrirtæki þá er það ekki okkar vandamál sem skattgreiðendur, tryggingasjóður á að sjá um þessi mál eftir bestu getu og síðan er málið afgreitt, það er ekki endilega sanngjart en því miður þá er það bara svona, finnst þér það sanngjart að við sem skattgreiðendur berum ábyrgð á lánum allra fyrirtækja sem til eru? á ég að þurfa borga fyrir skuldir sem einhver Jón í fyrirtæki X býr til? Á ég sem skattgreiðandi að þurfa að borga fyrir það ef samlandi minn svíkur fé út úr grunlausu fólki? Þegar þú ert úti á spáni t.d. og ert rændur hver borgar það? er það ríkisstjórnin á spáni eða tryggingafélagið hér heima eftir því sem sú trygging bætir?

Allir aðrir Evrópubúar vita að þeirra peningur, sem þeir leggja inn á sparifjárreikning hjá banka eða sparisjóði, er tryggður upp að vissu marki.

Ég get lofað þér því að ef allir bankar í Bretlandi færu á hausinn þá fengju þessir sparfjáreigendur ekki sína lágmarks tryggingu, tryggingasjóðurinn hjá þeim myndi aldrei ráða við það og ég efast stórlega um að breska ríkið gæti fyllt upp í eyðurnar.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.9.2009 kl. 10:44

45 identicon

Góðir punktar hjá þér, Doddi.

En sparifé er heilög kýr, a.m.k. meginlandsevrópubúa og Breta. Ef banki getur ekki tryggt sparifé sem þeim er treyst fyrir, þá eru bankar óþarfir. Til þess að kerfið hrynji ekki alls staðar eins og á Íslandi, mega sparifjáreigendur ekki fá þá tilfinningu að bankar séu óþarfir, eða að sparifé þeirra sé ekki tryggt. Annars yrði gert áhlaup á bankana og ástandið yrði enn verra en á þriðja áratug síðustu aldar.

Þegar tryggingasjóður innistæðueigenda tæmist, er ríkissjóður viðkomandi lands skydlugur til þess að grípa inn í.

Ef hann getur það ekki, þá er það einfaldlega gjaldþrot.

Það er þessi vissa sparifjáreigenda um það að þeir peningar sem þeir leggja inn á SPARIFJÁRREIKNINGA (venjulega með lágum vöxtum, en það var fyrir tíð Kaupþings og Icesave) geti þeir fengið til baka, sama hvað á gengur.
Þeir sem vilja hámarka ávöxtun með tilheyrandi áhættu, FJÁRFESTA, þ.e.a.s. kaupa sér hlutabréf, verðbréf, eða bara veðja á einhverja hesta eða fara í kasínó.

Þetta grunnprinsip bankanna má ekki rugla með.

Það að þjóðin vissi ekki hvað verið var að ábyrgjast með útrás bankanna er mesta klúðrið í þessu öllu saman.
Hver hefði átt að láta þjóðina vita? FME? Seðlabankinn?
Af hverju var verið að fara í felur með þessi gífurlegu umsvif íslensku bankanna í Evrópu? Einhverjir annarlegir hagsmunir hljóta að hafa verið þar á bak við. Sennilega hafa allir viðkomandi (og þar með Davíð, arkitektinn af öllu saman) séð að þetta var allt að fara í hönk.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 11:04

46 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

En sparifé er heilög kýr, a.m.k. meginlandsevrópubúa og Breta. Ef banki getur ekki tryggt sparifé sem þeim er treyst fyrir, þá eru bankar óþarfir.

Ekki get ég sagt það að ég átti von á því að bankarnir færu á hausinn, þetta er einmitt eitthvað sem ég hugsaði, peningarnir mínir eru 100% öruggir í banka, því miður þá er það bara ekki þannig, ef þú lest tildæmis samninginn fyrir reikningnum á sparifénu þínu þá kemur víst í ljós að þar er klausa sem segir að þú megir búast við því að þetta fé verði notað í fjárfestingar.

Þegar tryggingasjóður innistæðueigenda tæmist, er ríkissjóður viðkomandi lands skydlugur til þess að grípa inn í.

Þarna er ég ekki sammála þér, það er tekið fram í reglunum sem við fylgjum, ESB reglur sem voru innleiddar með ESB, þar er tekið skýrt fram að ríki geti ekki verið gert ábyrgt ef búið er að stofna tryggingasjóð (þar er ekki tekið fram að hann þurfi að vera nógu sterkur til að tryggja lágmarkstryggingu allra), þetta var gert hér á landi í samræmi við tryggingasjóði annarsstaðar í evrópu, það er einnig tekið fram að það er ólöglegt fyrir banka að vera með ríkisábyrgð þar sem það hampar samkeppni.

Það er þessi vissa sparifjáreigenda um það að þeir peningar sem þeir leggja inn á SPARIFJÁRREIKNINGA (venjulega með lágum vöxtum, en það var fyrir tíð Kaupþings og Icesave) geti þeir fengið til baka, sama hvað á gengur.

Var þetta ekki í tíð þegar ríkið átti bankana, þá voru þeir ríkistryggðir eftir minni bestu vitund(þó ég viti það ekki fyrir víst).

 Hver hefði átt að láta þjóðina vita? FME? Seðlabankinn?
Af hverju var verið að fara í felur með þessi gífurlegu umsvif íslensku bankanna í Evrópu? Einhverjir annarlegir hagsmunir hljóta að hafa verið þar á bak við. Sennilega hafa allir viðkomandi (og þar með Davíð, arkitektinn af öllu saman) séð að þetta var allt að fara í hönk.

Þetta er einmitt svolítið spaugilegt, ef menn opna trantinn og segja sannleikann (eins og verið er að setja út á í þessari bloggrein) þá eru menn spurðir afhverju sagðirðu þetta, gerirðu þér ekki grein fyrir því hversu skemmandi þessi orð voru fyrir land og þjóð, en ef viðkomandi þegir yfir samskonar hlut þá er hann spurður, afhverju sagðirðu þjóðinni ekki neitt.

Ekki það að það hafi vantað aðvörunarorð frá mörgum aðilum (þessir aðilar voru stimplaðir vitleysingjar af fjölmiðlum), þessi orð voru bara ekkert birt í fjölmiðlum landsins af neinu ráði og er hægt að giska á að það hafi verið út af því að það hafi ekki hentað eigendum sem voru þessir útrásarvíkingar.

Ef þú leitar til baka þá finnurðu eflaust nokkur orð frá nokkrum aðilum sem vara við akkúrat þessum hlutum sem þú ert að tala um.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.9.2009 kl. 11:28

47 identicon

ESB reglurnar eru að innistæður sparifjárreikninga skuli vera tryggðar upp að vissu hámarki og ef peningarnir í sjóðinum duga ekki, þá er það vandamál viðkomandi ríkis (orðalagið er aðeins öðruvísi en þetta er það sem verið er að segja).

Auðvitað vita allir að bankar verði að fjárfesta með þessum fjármunum til þess að geta ávaxtað þá og borgað vextina sem lofað er. En það er kannski bara týpískt fyrir virðingaleysi íslenskra banka að virða svona tryggingar að vettugi og krefjast 0 bindiskyldu og halda tryggingasjóði tómum?

Sem sag, að ef ég hefði lagt inn 100þúsund Evrur inn á Icesave, mun ég alltaf átt að geta reiknað með að fá 20.887 Evrur til baka, sama hvað gerist. Afgangurinn, 79.113 Evrur, eru tapaðir peningar. Ósköp einfaldar og sanngjarnar reglur sem allir ESB búar reyða sig á.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 11:50

48 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

ESB reglurnar eru að innistæður sparifjárreikninga skuli vera tryggðar upp að vissu hámarki og ef peningarnir í sjóðinum duga ekki, þá er það vandamál viðkomandi ríkis (orðalagið er aðeins öðruvísi en þetta er það sem verið er að segja).

Þetta er akkúrat hluturin sem við erum ósammála með, hvers vegna er verið að fara fram á ríkisábyrgð er hún er svona skýr eins og þú segir?, margir löglærðir einstaklingar hér á landi sem erlendis ásamt 2 skýrslum frá lögfyrirtækjum sem ríkisstjórnin stakk undir stól, halda því fram að svo sé akkúrat ekki, tryggingasjóður er ekki með ríkisábyrgð, ef hann klárast þá er hann búinn.

Og þar sem það er vafi á þessu hjá lögfræðingum þá er ekkert að því að fá úr því skorið í dómstólum, er það ekki réttur okkar allra? 

Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.9.2009 kl. 11:59

49 identicon

Auðvitað er hægt að láta nokkra tugi lögfræðinga græða nokkra milljarða á því að rífastu um það hvað þetta eigi að þýða. En greinilega hafa stjórnendur Landsbankans og Seðlabankans ekki fattað þetta. Þeir hafa örugglega ekki gert bankana út á það að það sé einhver setning í reglugerðinni sem möguleiki er á að misskilja.
Það skrýtnasta í þessu er að tryggingasjóðurinn gat ekki staðið undir nema örlitlu broti af því sem hann var skyldaður til.

Það hefði líka verið hægt að vara alla breska og hollenska sparifjáreigendur við og þá hefðu þeir ekki verið lengi að tæma reikninga sína. Hefði sennilega verið best. En það mátti ekki segja neitt slæmt um stöðu Landsbankans, allt falið fyrir ráðherrum, FME og hver veit, Davíð.

En, verði ykkur að góðu ef þið viljið fara fyrir dómstóla... 

PS: gleymdi að minnast á það að innistæðutryggingar eiga aðeins við um einkaaðila sem sparifjáreigendur, sem gerir þetta allt í rauninni ennþá sanngjarnara.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 12:20

50 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þeir hafa örugglega ekki gert bankana út á það að það sé einhver setning í reglugerðinni sem möguleiki er á að misskilja.

Ég held að þú sért að gefa þessum mönnum of mikið lof þarna. 

Það skrýtnasta í þessu er að tryggingasjóðurinn gat ekki staðið undir nema örlitlu broti af því sem hann var skyldaður til.

Því miður þá er það akkúrat svona sem tryggingasjóðirnir virka, þetta er ekki einsdæmi hér á landi ef þú heldur það. Samkvæmt reglum þá þurfa þeir einungis að hafa 0.5-3%ish af innistæðum í sjóðnum.

Hver einast trygginasjóður í evrópu féll á próf sem var framkvæmt þar sem prófað var hátt álag á sjóðinn, allir nema 3 fellu á miðlungs álagi, og allir náðu lágmarksálagi.

Það hefði líka verið hægt að vara alla breska og hollenska sparifjáreigendur við og þá hefðu þeir ekki verið lengi að tæma reikninga sína.

Þetta er einmitt málið, ríkisstofnunum þar í landi var bent á að drífa sig í að stofna reikninga hjá Icesave vegna hárra vaxta af þarlendum fræðingum.

Það hefði eflaust ekki skipt máli þótt fólkið hefði verið varað við, þá hefðu þau flutt aur yfir í annann banka í smá stund og Landsbankinn hefði farið á hausinn fljótt, þær færslur hefðu síðan verið afturkallaðar vegna þess að bankinn fór í þrot og allir hefðu verið á sama stað.

Fyrir utan það hugsanlega að það hefði eflaust ekkert verið verra fyrir okkur að fá Landsbankann fyrr á hausinn, minni tími til að eyða þessum peningum.

En, verði ykkur að góðu ef þið viljið fara fyrir dómstóla...

Fyrir mínar sakir þá vil ég fá það á hreint, því ég er ekki tilbúinn að sitja uppi með það að borga fyrir skuldir annara.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.9.2009 kl. 12:39

51 identicon

Ef þessi ristjóraskipti urðu til þess að þú sagðir upp mogganum, ákvaðst að kaupa moggann eða hafði engin áhrif, þá getur þú sagt þína skoðun á http://sagdiuppmogganum.com

Friðrik Ásmundsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband