Engin þörf fyrir sendiráð
23.9.2009
Landspítalinn þarf að að skera niður 2,8 milljarða á næsta ári. Þegar talið berst að utanríkisráðuneytinu þá heyrist sama jarmið og alltaf: "Hlutverk utanríkisþjónustunnar hafi aldrei verið mikilvægara en nú", eins og Urður Gunnarsdóttur, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, kemst að orði. Forstjóri LSH hefði geta sagt nákvæmlega það sama. En málið er að hlutverk sendiráða er að vera dvalarheimili fyrir flokksgæðinga og nána vini þeirra og hefur aldrei haft neinn annan tilgang. Þetta er forgangsröðunin í dag: Út með sjúka og slasaða inn með gæðingana.
Sendiráð upp á 1,5 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég get því miður ekki tekið undir með þér varðandi sendiráðin og finnst þessi skoðun þín (og margra annarra) reyst á röngum forsendum. Samskipti við önnur lönd voru það sem okkur íslendinga vantaði mest í gegnum aldirnar. Það er ekki fyrr en við förum að eiga samskipti við önnur lönd á okkar forsendum sem hagur þjóðarinnar fer að vænkast. Eigum við hvert og eitt að hanga á okkar þúfu og slíta öll tengsl við annað fólk. Þetta er einfaldlega gömul hugsun minn ágæti bloggvinur sem ég skora á þig að endurskoða.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.9.2009 kl. 15:55
Ég tek djúpt í árinni Hólmfríður. En að mínu mati er þetta komið út í vitleysu nægir þar að nefna sendiráðið í Japan. Hægt er að koma boðum til skila milli landa án þess að hafa hús í viðkomandi landi. Við höfum ekki efni á þessu eins og sakir standa. Við þessar aðstæður verður að forgangsraða og þar er mér ofar í huga heilsa okkar allra og aðgengi að heilbrigðisstofnunum en rándýr sendiráð út um allan heim.
Finnur Bárðarson, 23.9.2009 kl. 16:08
sammála þér Finnur - nútímatækni má spara mikið - ekki bara tvær ferðir út frá landinu á ári eins og áður var (næstum) þe vorskip og svo haustskipið heldur flug á hverjum degi vítt og breitt, nettengingar ofl ofl
Jón Snæbjörnsson, 23.9.2009 kl. 16:30
Manni dettur líka í hug bréfdúfur Jón. En þetta er komið út fyrir allt sem getur talist eðlilegt. Ekki vantar valmöguleika til að tjá sig landa á milli.
Finnur Bárðarson, 23.9.2009 kl. 16:41
Utanríkisráðuneytið gæti ósköp vel látið sendiráðsstarfsmenn nota svo sem eina af þessum 1.500 milljónum til að skrifa greinargerð um starfið, að minnsta kosti væri fróðlegt að vita hversu mikið hefur farið í risnu og veisluhöld.
Jón Snæbjörnsson, 23.9.2009 kl. 16:44
Það er akkúrat engin þörf fyrir sendiráð.
Offari, 23.9.2009 kl. 22:29
Finnur. Kynntu þér það sem fram fer í sendiráði Japans áður en þú segir að það sé tilgangslaust. Það er meira sem gerist þar en bréfaskrif í næsta hús. Sendiráð Íslands í Tokyo hefur stórbætt viðskipti milli landanna tveggja, það er eitthvað sem þú getur bókað. Sendiráðið er mikilvægur hlekkur í samskiptum milli landanna tveggja og það er fásinna að halda að þar fari bara fram kokteilboð.
Hjá sendiráðinu í Japan vinna 3 starfsmenn að sendiherranum meðtöldum og ef þú bara vissir hvað fer fram þarna og hversu mikið álag er á fólki þá gætirðu hugsanlega komist að þeirri niðurstöðu að það þyrfti að auka útgjöld til sendiráðsins til að koma fleiri starfsmönnum að.
Ef þú stoppar einhvern tímann við í Tokyo þá mæli ég með því að þú skellir þér til Shinagawa og röltir upp í sendiráð og kynnir þér hvað fer fram þar.
Vilhelm Smári Ísleifsson, 25.9.2009 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.