Örlítil glufa

Það var þá lokins eitthvað sem gat dregið úr tortryggni minni gagnvart FME. Held að Gunnar sé mætur maður og veitir örlítið nákvæmari upplýsingar um það sem er í gangi en tíðkast t.d. hjá Sérstökum. Þetta veitir á gott. En enn er þetta bara örlítil glufa til að leyfa okkur að finna smá keim af ýldulyktinni. Ég bíð spenntur með gasgrímuna, eftir því að hurðin verður opnuð upp á gátt.
mbl.is Mörg dæmi um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Verður maður ekki alltaf að vera vongóður.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2009 kl. 15:51

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jú vonandi fer það að koma Ásdís, mér líst vel á manninn.

Finnur Bárðarson, 7.9.2009 kl. 16:10

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Áttu nokkuð auka gasgrímu handa mér Finnur? Annars finnst mér sérstakt að Sérstakur er alls ekkert svo sérstakur.

Guðmundur St Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 20:35

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég kaupi bara eina í viðbót og sendi Guðumndur :)

Finnur Bárðarson, 7.9.2009 kl. 21:16

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég hef trú á Gunnari.

Fyrir okkur almúgann, lítur út fyrir að fyrirrennari hans hafi ekki sinnt eftirliti heldur hafi hann fengið greitt fyrir að líta undan. 

Anna Einarsdóttir, 8.9.2009 kl. 09:06

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Anna mig grunar að hann hafi verið þátttakandi í öllu jukkinu

Finnur Bárðarson, 8.9.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband