Hvað er þessi saksóknari að gera?
6.9.2009
Á vef DV. kemur fram að mál gegn Kristni Hrafnssyni fréttamanni sé fyrsta sakamálið sem kemur inn á borð Ólafs Haukssonar, sérstaks saksóknara. Ef satt reynist, hefur þessi maður ekki verið að gera nokkurn skapaðan hlut, sem máli skiptir, gagnvart stórglæpamönnum hrunsins. Er þá verið að blekkja almenning, og embættið bara sýndarmennska og sérsniðið að að þörfum þeirra sem okkur var talin trú um að ætti að rannsaka. Verðum við bloggarar ekki næstir inn á borð Sérstaks ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:22 | Facebook
Athugasemdir
Fyrsta reglan er að hengja boðbera válegta tíðinda. Hefði Kristinn ekki verið að gaspra þetta um hluti sem honum kom ekki við, væri glæpurinn kannski enn hulinn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.9.2009 kl. 16:56
Ég tek ofan fyrir Kristni
Finnur Bárðarson, 6.9.2009 kl. 16:58
Maður fer að halda að þetta embætti sé sérsniðið að þörfum þeirra sem okkur var talin trú um að ætti að rannsaka.
Finnur Bárðarson, 6.9.2009 kl. 17:13
Vegir Mammons eru óransakanlegir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.9.2009 kl. 18:07
Þetta er það sem ég sagði á bloggi mínu fyrir löngu síðan,það á ekkert að rannsaka neitt sem viðkemur útrásarglæpavibbunum,þeir voru búnir að kaupa sér frið.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 18:18
Ég viðurkenni að ég er ekki alveg rólegur með þetta embætti, og þá hvort eitthvað sé að virka þar..
hilmar jónsson, 6.9.2009 kl. 19:11
Mér finnst það mjög Sérstakt að máið hans Kristins hafi þetta mikið vægi og að FME leggi svona ofuráherslu á það. Hafa þeir ekki nóg annað að gera hjá FME en að eltast við fréttamenn???
Guðmundur St Ragnarsson, 6.9.2009 kl. 22:57
Árni: Hef þetta ennþá á tilfinningunni. Hilmar: traustið hjá mér ekki mikið enn sem komið er. Guðmundur þetta vegur óneitanlega ugg þegar maður sér þessa forgangsröðun
Finnur Bárðarson, 7.9.2009 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.