Reykingamaður áfram í fangelsi
3.9.2009
Á visir.is er greint frá því að Hæstiréttur hafi staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem stal 365 sígarettupökkum og einhverju af vindlum. Þetta er það sem meðal reykingarmaður reykir á einu ári. Það er gott að Hæstiréttur tekur svona mál föstum tökum meðan minniháttar krimmum eins og nauðgurum og öðrum ofbeldismönnum er umsvifalaust sleppt. Þökk sé Hæstarétti getum við sofið áhyggjulaus þar sem búið er að taka reykingamanninn úr umferð. visir.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
Athugasemdir
Alls ekki að sleppa svona stórhættulegum manni lausum
Ásdís Sigurðardóttir, 3.9.2009 kl. 18:48
þökk sé réttarkefinu
Jón Snæbjörnsson, 3.9.2009 kl. 21:03
Gott að vita að hart tekið á glæpamönnum þessa lands... nú sef ég betur...
Brattur, 3.9.2009 kl. 22:34
Ég vil fá þennan í ríkisbókhald. 365 pakkar, punktur og prik. Reykir einn pakka á dag svo þannig passar þetta. Fær sér stöku vindil og lætur það passa.
Slíka nákvæmnisvinnu og skipulagshæfileika vantar þjóðina.
Almáttugur ég hélt fyrst að náðst hefði í einhvern litlu græðlingasprotanna hjá fjármálastofnunum. Þeir hefðu kannski keypt sjoppu og stolið öllu úr henni m.a. öllu kóki... - og pepsí.
Eygló, 3.9.2009 kl. 22:36
Nú fer þetta allt að lagast krakkar, takk fyrir innlitið
Finnur Bárðarson, 4.9.2009 kl. 13:47
Upphitun fyrir stóra uppgjörið ?
hilmar jónsson, 4.9.2009 kl. 16:31
Mjór er mikils vísir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.9.2009 kl. 16:53
Hilmar: Ef hæstiréttur gengur í þetta mál með þessari hörku þá fá hinir nú aldeilis að kenna á því eða hvað..... nei annars Jóns Steinar er þarna.
Axel :):)
Finnur Bárðarson, 4.9.2009 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.