Gungurnar komnar fram

Nú er lag að frýja sig ábyrgð. Framsóknarflokkurinn auðvitað en að Borgarahreyfingin skuli vera þarna með í báti hinna huglausu, sem þora ekki að taka afstöðu, það undrar mig. Nei annars það undar mig ekki, þetta er jú Alþingi.
mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki það sem þessi stiórn lofaði ?

 Að við fengjum að kjósa  í afdrifaríkum máæum einsog þessum ? Eða þorir hún því ekki ? kannski huglaus og hrædd um að við séum búin að fá nóg ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 18:45

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er góð og gild athugasemd Birgir. En Þingmenn verða að sýna hvar þeir vilja. En kanski er þjóðin besta þingið, veit ekki alveg.

Finnur Bárðarson, 26.6.2009 kl. 19:03

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er reyndar í fullu samræmi við stefnu Borgarahreyfingarinnar líka, að þjóðin fái að kjósa í mikilvægum málum.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2009 kl. 19:05

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég hef meiri áhyggjur ef þjóð stendur ekki við skuldbindingar Guðmundur. Borgarahreyfingin almennt hugnast mér almennt. En nú verða menn að standa í lappirnar. Það er billeg lausn að lát mig og þig velja.

Finnur Bárðarson, 26.6.2009 kl. 19:22

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ícesave er miklu stærra en við getum nokkru sinni staðið undir.

Eina Már gaf ykkur á baukinn í Kastljósinu áðan og ég ætla að láta það duga.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 20:07

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Borgarahreyfingin og Framsókn telja að samnignurinn muni leggja landið í eyði og því ekki skrítið að þau leiti allra leiða til að fá honum hnekkt og þau meta það sem svo að þetta sé sú leið sem líklegust sé til að fella hann. Engin ástæða til að hneykslast yfir því að þau geri það sem þau telja að sé nauðsynlegt til að verja byggð í landinu.

Héðinn Björnsson, 26.6.2009 kl. 20:23

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég held Héðinn að baki búi allt annað en velferð þjóðarinnar, og fá á baukinn frá Einari er vindhögg í samanburði við það sem aðrar þjóðir munu gera ef við stöndum ekki við samninga

Finnur Bárðarson, 26.6.2009 kl. 20:30

8 Smámynd: Margrét Tryggvadóttir

Hvaða vitleysa Finnur. Sem einn af flutningsmönnum þessarar tillögu get ég sannfært þig um að ENGINN í þessum hópi muni greiða atkvæði með samningunum eða sitja hjá. Með tillögunni er hins vegar verið að vekja athygli á því að málið er risastórt og þjóðinni er vel treystandi til að taka afstöðu í mikilvægum málum sem varða þjóðarhag.

Bestu kveðjur, Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar

Margrét Tryggvadóttir, 26.6.2009 kl. 22:08

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sæl Margrét og takk fyrir athugasemdina. Í dag er það bara þannig að það er enginn sem sannfærir mig um eitt eða neitt, sérstaklega ef viðkomandi er Íslendingur

Finnur Bárðarson, 26.6.2009 kl. 22:12

10 identicon

Ég held Héðinn að baki búi allt annað en velferð þjóðarinnar, og fá á baukinn frá Einari er vindhögg í samanburði við það sem aðrar þjóðir munu gera ef við stöndum ekki við samninga

Ég tel að það sé almennt ekki vilji þjóðarinnar að standa ekki við samninga en það virðist almennt vera vilji hennar að hafna þessum tiltekna samningi sem hefur verið lagður á borðið og undirritaður með fyrirvörum um samþykki Alþingis ofl. Það að þessum samningi sé hafnað að þjóðinni þýðir heldur ekki að þjóðin vilji ekki standa við samninga heldur þýðir það að Íslendingar, Bretar og Þjóðverjar verða að semja upp á nýtt. Samningurinn sem liggur á borðinu er mjög óhliðhollur Íslendingum. Þjóðverjum og Bretum má alveg vera það ljóst að þeir komast ekki upp með hvað sem er gagnvart okkur. Eins þarf samninganefnd Íslendinga að vera með skýr samningsmarkmið og bein í nefinu til að ná þeim fram.

Kristinn (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 23:52

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góð Athugasemd Kristinn. En hvað segja Hollendingar og Bretar, þessir sem spöruðu í góðri trú. Að vísu ekki af hinu fullkomlega íslenska, hvers eiga þeir að gjalda?

Finnur Bárðarson, 27.6.2009 kl. 00:38

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það eru örugglega að renna tvær grímur á þingmenn, varðandi hugsanlegar afleiðingar þess að standa ekki við samninga. Þeim hugnast ekki bera á ábyrgð því. Þá er einfaldast að láta að velta ákvörðuninni yfir á almúgann .

Finnur Bárðarson, 27.6.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband