Er ég tryggður hjá fasteignasölu
24.6.2009
Samviskusamlega hef ég greitt iðgjöld til þessa fyrirtækis. Þeir bröskuðu með peningana mína í Hong Kong og töpuðu 3,2 milljörðum. Ég hef ekki geð í mér að eiga viðskipti við spilavíti. Tillögur um aðra valkosti óskast. Eða er eins mig grunar: Ekki er lengur hægt að treysta neinu íslensku fyrirtæki.
![]() |
Rifta kaupum á húsi í Macau |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
-
jennystefania
-
skagstrendingur
-
snjolfur
-
svarthamar
-
jonsnae
-
egill
-
offari
-
saemi7
-
icekeiko
-
kamasutra
-
muggi69
-
hildurhelgas
-
sveinnelh
-
zeriaph
-
jaherna
-
gisgis
-
jenfo
-
sleggjudomarinn
-
vistarband
-
gun
-
hreinn23
-
svanurg
-
brjann
-
gustichef
-
fridust
-
fridaeyland
-
fridabjarna
-
tara
-
gudruntora
-
kreppan
-
kreppukallinn
-
ace
-
thj41
-
skessa
-
rutlaskutla
-
nimbus
-
baldher
-
skrilllydsson
-
gattin
-
jakobk
-
annaeinars
-
disdis
-
himmalingur
-
gudrunkatrin
-
larahanna
-
gudmunduroli
-
amman
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
martasmarta
-
fhg
-
agustg
-
birgitta
-
tryggvigunnarhansen
-
baldurkr
-
fun
-
salvor
-
kreppuvaktin
-
olinathorv
-
imbalu
-
gelin
-
gumson
-
vefritid
-
vilhjalmurarnason
-
valdimarjohannesson
-
flinston
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
jæja,og forstjórinn er mjög ánægður-bæði með þig og að hafa ekki tapað NEMA 3,2milljörðum á braskinu....
zappa (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 13:59
Er ekki komin tími á allsherjarannsókn á tryggingarfélögunum. ÞAr held ég að sé víða pottur brotinn.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 14:48
Það liggur víst falinnvgróði í tapinu! Hvað þarf marga meðal Jóna til að greiða þessa 3,2 milljarða með hækkuðum iðgjöldum?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2009 kl. 18:20
Það liggur víst falin gróði í tapinu!.... átti þetta að vera.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2009 kl. 19:42
Æ í guðsbænum setið ekki tryggingarfélögin á hausinn fyrr en ég hef fengið hús mitt ´sem brann fyrir einu og hálfi ári síðan hálfbætt.
Offari, 24.6.2009 kl. 20:09
Sæll Finnur.
Djö....ætli þeir taki ekki bara veð í bílnum mínum árgerð 94 '
Guðmundur Óli Scheving, 24.6.2009 kl. 22:44
Ég tryggi hjá Sjóvá, gegn mútum. Er núna í samningum við TM. Ekki viss um að það sé mikill munur á kúk og skít (og drullu ef út í það væri farið)
Eygló, 25.6.2009 kl. 01:38
Maíja, þeir hjá TM hafa einkunnarorðin "Ef þú ert tryggður færðu það bætt!" Þetta hefur staðist hjá þeim, nema hvað undarlega oft kemur í ljós að maður er bara ekki tryggður fyrir því sem skeði og fær það því ekki bætt.
Tryggingar virðast ná yfir allt nema þau óhöpp sem henda. Svo þarf lögfræðinga til að draga út úr þeim bæturnar.
Tryggingarfélög stunda það að draga tryggingagreiðslur til slasaðs fólks von úr viti til að það neyðist til að samþykkja lækkað tilboð frá félaginu, gegn greiðslu strax. Ef þú samþykkir ekki, þarf lögfræðing. Þetta er sjúklegur viðbjóður.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.6.2009 kl. 07:50
Trúlega eru öll félögin með "undarlegan" bakhjarl. Ég var tryggð hjá TM, en þegar ég áttaði mig á því að ég gat fengið sömu tryggingu 40 þúsund krónum ódýrari hjá V'IS. Flutti ég mig.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 25.6.2009 kl. 10:00
Það er Enginn munur á kúk og skít!
Góð var sagan um manninn sem reyndist, samkvæmt smá letrinu, aðeins tryggður gegn því að verða fyrir HVAL á miðri Manhattan. Óheppið tryggingarfélagið lenti í verða samt að greiða bætur, því hvalsbeinagrind á safni féll ofan á manninn. Las þessa fyrir löngu og hún situr í
Braskið á þeim sem gefinn hefur verið sjálftökuréttur úr vösum almennings er annars svo yfirgengilegt, að mann setur að lokum hljóðan.
Hlédís, 25.6.2009 kl. 10:58
Spái í VÍS , áður en Sjóvá sendir mér gíróseðil fyrir tapinu á svítunum í Hong Kong. Er Finnur Ingólfsson annars nokkuð með puttana í VÍS ?
Finnur Bárðarson, 25.6.2009 kl. 15:56
Finnur hlýtur allavega að vera með VÍSifingur í því máli. Hann er alls staðar eins og skítalyktin.
Eygló, 25.6.2009 kl. 17:46
Alltaf kemur þú Maíja skemmtileg innlegg :) :)
Finnur Bárðarson, 25.6.2009 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.