Er þjóðstjórn það sem koma skal ?

Mér sýnist að það gæti stefnt í þjóðstjórn. En það er auðvitað borin von að menn úr mismunandi flokkum geti talað saman á vitrænum nótum með hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Flokkshagsmunir og almennur vanþroski þingmanna kemur í veg fyrir slíkt.
mbl.is Icesave gæti fellt stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Við þurfum þjóstjórn sem vinnu án flokkshagsmuna.  Þetta flokkaplott getur einfaldlega eyðilagt góðar hugmyndir þar sem þeim er yfirirleitt fundið allt til foráttu af pólitískum andstæðingum.

Offari, 22.6.2009 kl. 18:07

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Tek undir hvert einasta orð hjá þér Offari.

Finnur Bárðarson, 22.6.2009 kl. 18:09

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Utanþingsstjórn strákar, ekkert annað.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.6.2009 kl. 19:47

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þegar sjúklingur er í lífshættu er hann sendur á gjörgæsludeild þar sem sérfræðingar sjá um hann.  Við þurfum okkar færustu sérfræðinga til að stýra landinu þessi misserin ef ekki á illa að fara.  Flokkar eru heimskulegt fyrirbrigði og ættu að leggjast af. 

Anna Einarsdóttir, 22.6.2009 kl. 20:37

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

held að óstjórn sé frekar í spilunum

Brjánn Guðjónsson, 22.6.2009 kl. 21:40

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þjóstjórn, segir Offari. erum við þá að sjá fram á eitthvað meira gay?

Brjánn Guðjónsson, 22.6.2009 kl. 21:41

7 Smámynd: Offari

Þetta átti að vera þjóðstjórn, en innsláttarvillupúkinn var eitthvað að stríða mér. Hinsvegar tel ég líklegt að okkur gengi betur að rétta úr kútnum ef allir þingmenn okkar tækju upp á því að vera elskulegir hver við annan.

Offari, 22.6.2009 kl. 21:54

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Heyr! Anna.

Brjánn: Þú ert dularfullur

UTANÞINGSSTJÓRN: Ekki seinna en núna grgrggrgg

Finnur Bárðarson, 22.6.2009 kl. 22:15

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eins og ég hef alltaf talað um utanþingsstjórn, með færustu mönnum, eins og Anna talar um.
Það þarf enga pólitíkusa heldur menn sem vit hafa á að snúa við tapi okkar,
í því viti á að felast afar margt veit ekki hvort við eigum nokkurn sem getur verið yfir því batteríi

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2009 kl. 07:50

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þjóðstjórn ekkert annað þó fyrr hefði verið

Jón Snæbjörnsson, 23.6.2009 kl. 08:32

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég hallast meir að utanþingsstjórn. Álit mitt á stjórnmálamönnum er minna en ekkert um þessar mundir.

Finnur Bárðarson, 23.6.2009 kl. 15:52

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þjóðstjórn? Það þýðir þátttöku Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í stjórn, er virkilega orðin eftirspurn eftir þeim flokkum?

Utanþingsstjórn? Er líklegt að stjórn sem hefði ekkert fylgi á Alþingi áorkaði einhverju? Myndi það róa Bjarna og Sprellimund?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.6.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband