Miðaldra kallar plotta
12.6.2009
Jónas Fr. Jónsson hóaði í vini sína, Pál Hreinsson og Tryggva Gunnarsson. Tilgangurinn var að hrekja hæfasta starfsmann nefndarinnarinnar, Sigríði Benediktsdóttur burt, svo ekkert yrði rannsakað, sem gæti hugsanlega skaðað Jónas. Þetta plott þeirra félaga mun ekki ganga upp af þeirri einföldu ástæðu að þjóðin leyfir það ekki. Burt með Pál og Tryggva og látum Sigríði sjá um málið.
Vildu Sigríði úr nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það verður sennilega að setja kvenfólkið í málin. Við getum bara grillað á daginn í staðinn.
Ólafur Eiríksson, 12.6.2009 kl. 20:17
Sammála þessu Finnur, ég er með færslu í sama dúr.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.6.2009 kl. 20:48
Ólafur: Femínistar munu örugglega túla þín orð á versta veg. :) Axel var að kíkja á færsluna þú hefur lög að mæla
Finnur Bárðarson, 12.6.2009 kl. 21:21
Er ekkert sérkennilegt við það að embætti saksóknara, Valtýr nú, ÁKVEÐI SJÁLFUR VANHÆFNI SÍNA og enginn annar?
Er gert ráð fyrir að sá sem stýrir þessu embætti sé flekklausari en páfinn? (OK, kannski ekki besta samlíkingin, ákveði hver sjálfur um eigin skilning á samlíkingunni)
Eygló, 13.6.2009 kl. 04:21
Mikið rétt Finnur. Og ríkisstjórnin veit það að hún er í vonlausri aðstöðu ef hún fer ekki að vilja þjóðarinnar.
Guðmundur St Ragnarsson, 13.6.2009 kl. 10:56
Maíja: Venjulega held ég meðalgreindir menn finni þetta hjá sjálfum sér, en greinilega ekki Valtýr. Það þarf að benda honum á þetta.
Finnur Bárðarson, 13.6.2009 kl. 14:41
Guðmundur: Það er einmitt það jákvæða að stjórnvöld virðast óttast almenning. Það eru nýmæli.
Finnur Bárðarson, 13.6.2009 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.