Það stendur ekki til að upplýsa eitt eða neitt

Það þarf ekki fleiri orð um málið en þau sem Eva Joly segir: Það skortir viljann til að framkvæma rannsóknina af þeim krafti sem þarf til að upplýsa stærstu málin og draga þá sem ábyrgir eru fyrir dóm. Þetta veit þjóðin mæta vel. Það er þörf á enn einni búsáhaldabyltingu strax og í þetta sinn mega pottarnir vera úr stáli.
mbl.is Vill að ríkissaksóknari víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GH

Já, eigum við ekki bara að mæta og hengja liðið? Við þurfum ekkert réttarkerfi, því að það þvælist bara fyrir. Miklu betra að berja potta og hrópa hátt -- þá kemur sannleikurinn örugglega í ljós.

GH, 10.6.2009 kl. 19:00

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei, nú ýkir þú Finnur, þetta er ekki satt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.6.2009 kl. 19:15

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi rannsóknarvinna er auðvitað í skötulíki enda var hún að miklu leyti undirbúin af Birni Bjarnasyni. Það veit hver Íslendingur að þessar rannsóknarnefndir eru að vakta rannsóknir á þeim einstaklingum sem þarf að hlífa.

Kæra Jónasar Jónssonar á setu Sigríðar Benediktsdóttur í rannsóknarnefndinni var afar hreinskilin játning í þá veru.

Árni Gunnarsson, 10.6.2009 kl. 19:32

4 identicon

Algerlega sammála þér Árrni.

Og ef Eva Joly hættir er ég ansi hrædd um að það verði meira en búsáhaldabylting!

Birna (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:51

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég ýki aldrei Axel, hógværð og sannleikur í orðum er mitt mottó

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 20:13

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Árni: BB hélt að það væri nóg að fá stóran og stæðilegan mann í djobbið og þá væri þjóðin sátt. En hann átti að sjálfsögðu ekki að gera nokkuð af viti

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 20:15

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

GH: Það er búið að afnema dauðarefsingar, hélt að þú vissir það

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband