Hverjir eru að bola Evu Joly burt ?

Það er deginum ljósara að í stjórnkerfinu eru einstaklingar sem er umhugað um, að ekkert verði rannsakað varðandi hrunið. Þeir kæra sig ekki um að fá baneitrað spillingargumsið í andlitið á sér ef lokinu verður lyft af öskju Pandóru. Ég vil fá að vita nöfnin á þeim sem eru að bola henni úr starfi.
mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnvöld bera ábyrgðina enda búin að sýna og sanna að áhuginn er enginn að réttlætið fái fram að ganga.  Enda allir flokkar meira og minna á spena þessa glæpagengis.

 Mætið og mótmælið á Austurvelli kl. 15.00 í dag og á hverjum degi. Enginn annar getur gert það fyrir ykkur og afkomendurna.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 14:51

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nákvæmlega Guðmundur, það eru stjórnvöld, embættismenn og stjórnmálamenn sem vilja enga rannsókn.

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 14:53

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er eins og allt embættismannakerfið sé orðið svo gegnsýrt af Íhaldinu eftir langa viðveru þess við stjórnvölinn að kerfið vinni í heild sinni gegn núverandi stjórn, hvort sem það er ómeðvitað eða meðvitað. Það er mín tilfinning, með réttu eða röngu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.6.2009 kl. 14:56

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fótgönguliðarnir í kerfinu og flokkum skipta örugglega hundruðum. 18 ár við völd skapar sjálfkrafa spillingu og hún hefur fest rætur.

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 14:58

5 Smámynd: Offari

Ljótt ef er satt er,

Offari, 10.6.2009 kl. 15:00

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er fullkomlega sannfærður Offari.

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 15:05

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sorglegt ef satt reynist, embættismannakerfið er munstrað liði eða skæruliðum úr öllum flokkum og þar er róðurinn hvað þyngstur, skítt með þessi stjórnvöld þau ætla ekki að standa við neitt af því sem þau "góluðu" hvað hæst fyrir ekki svo mörgum vikum

aldrei er neitt gert upp hér á landi heldur skrölt í sama ansk farinu sem verður dýpra með hverri pólitískri uppáferðinni, djöfulegt að þurfa að sætta sig við það lélegasta

Jón Snæbjörnsson, 10.6.2009 kl. 15:08

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eins og talað úr mínu hjarta Jón

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 15:11

9 identicon

Afturámóti er hún fagmanneskja sem kann á kerfiskalla eins og eru hér.  Hún nýtir sér almenning til að þvinga í gegn því sem hún þarf.  Hún hefur talað sérstaklega um þýðingu þess að hafa almenningsálitið með sér til að hafa áhrif á stjórnvöld, og með því að leka málum eins og þessu er hún einfaldlega að leika sinn leik.  Hún benti sérstaklega á að þetta var aðferð Baugsmanna í Baugsmálinu sem ákæruvaldið gætti ekki að sér með að svara að hörku.  Svo fór sem fór, og hún ætlar örugglega ekki falla á því bragði.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 20:03

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Flott athugasemd Guðmundur

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband