Skilanefndarformaður í starfi hjá Ólafi Ólafssyni

glitnir.jpgÍ DV kemur fram að formaður skilanefndar Glitnis, Árni Tómasson, þiggur samtímis laun hjá Alfesca, sem er í eigu Ólafs Ólafssonar. Fyrir fundarsetu í Alfesca fær hann um 1 milljón króna fyrir utan 2-3 milljónir, sem hann fær sem skilanefndarformaður. Finnst ráðherra bankamála þetta vera eðlilegt og sjálfsagt ? Sjálfur er ég komin með upp í kok af allri þessari spillingu og græðgi, sem viðgengst í ríkisbönkunum, sem eru m.a. í minni eigu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það kann að vera að þessi tengsl hafi farið framhjá þeim er málið varðar, en hæpið.

En Árna þessum Tómassyni sjálfum og öðrum sem með málið höfðu að gera, hefði átt að vera vera fyllilega ljóst að þetta tvennt færi ekki saman.

Eina haldbæra skýringin á þessu er að hugsunin hafi einmitt verið sú að tryggja með þessu ráðslagi að "hagsmunir" bankans færu sem best saman við hagsmuni Tortóla.

Ef Árni hefur ekki verið fjarlægður af vettvangi fyrir sólarlag er það raunin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.6.2009 kl. 16:07

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Áttu annan???

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.6.2009 kl. 16:24

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

og þriðja!!

Rut Sumarliðadóttir, 4.6.2009 kl. 17:09

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Því miður enn og aftur Axel hefur lög að mæla stelpur

Finnur Bárðarson, 4.6.2009 kl. 18:00

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þessu linnir aldrei

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.6.2009 kl. 20:43

6 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Finnur.

Ég er búinn að rita marga pistla um þessar skilanefndir sem allar tengjast meira og minna þeim sem réðu þá í upphafi.

Þetta eru siðlausir menn margir hverjir....

Guðmundur Óli Scheving, 4.6.2009 kl. 20:48

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

algjört siðleysi og plott, gjörsamlega búinn að fá nóg af þessu sukki öllu en það bara skeður ekki neitt eða ekkert er gert til að stöðva svona lagað

Jón Snæbjörnsson, 4.6.2009 kl. 21:21

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Guðmundur og Jón: Maður er svo ógeðslega máttvana gagnvart þessum viðbjóði og þusa á blogginu er það eina sem getur haldið geðheilsunni í skefjum. En ég vil sjá stórtækar aðgerðir en er það kanski bara tálsýn ? Ég myndi pottþétt kaupa notaða bíla af ykkur.

Finnur Bárðarson, 4.6.2009 kl. 22:03

9 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þessi maður, Árni Tómasson er svo "2007" að það hálfa væri nóg. Svo taka skilanefndarmennirnir að meðaltali ca 3 millj á mánuði fyrir vinnuna. Væri ekki frekar ráð að auglýsa stöðurnar með góðum launum, t.d. 1,5 milljón á mann með yfirvinnu og spara ríkinu (okkur) heilmargar milljónir þegar uppi er staðið. Nei þetta er bull!

Guðmundur St Ragnarsson, 4.6.2009 kl. 23:14

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Guðmundur: Hvers vegna er ekki þessi einfalda leið sem þú nefnir ekki farin. Það hefði þó verið sanngirni og gegnsæi í því. Það eru trúlega einhverjir innanbúðar í stjórnkerfinu sem halda um alla spottana

Finnur Bárðarson, 5.6.2009 kl. 09:55

11 Smámynd: Einhver Ágúst

Já við erum hissa.....alveg steinhissa öll sem eitt.

Einhver Ágúst, 5.6.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband