Bakkabræður beittir ofbeldi

bakki_854766.jpg

Í papírusútgáfu Morgunblaðsins í dag fer annar Bakkabræðra, Lýður Guðmundsson, mikinn í sjálfsvorkunn. Þetta segir hann m.a. "Þetta eru skemmdarverk og ofbeldisverk . Aðgerðir skilanefndar bankanna miða að því að ná sem mestum verðmætum til bankanna (bankanna sem landsmenn eiga)  Þetta virðist snúast meira um persónur en viðskiptalegar forsendur. Þær ganga út á græðgi ríkisin". Síðan klikkir hann út með, "Það er einhver krafa í þjóðfélaginu um að losna þarf við ákveðna menn".

Þar hittir hann naglann á höfuðið, auðvitað þarf viðskiptalífið að losna við menn eins og Lýð. Það er með ólíkindum hann skuli tala um að græðgi. Hvað rak þá Bakkabræður áfram sínu braski, að sjálfsögðu græðgi og ekkert annað og nú er komið að uppgjörinu.


mbl.is Framtíð Exista skýrist í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Menn eins og bakkabræðurnir ættu nú ekki að tala um græðgi nema um sína eigin. Er einhver sem vorkennir þeim?

Úrsúla Jünemann, 28.5.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki ég a.m.k. ekki eitt krókódílatár frá mér

Finnur Bárðarson, 28.5.2009 kl. 16:13

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ekki ég heldur.

Rut Sumarliðadóttir, 28.5.2009 kl. 16:42

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað hafa þessir ungu efnispiltar gert til að verðskulda svona athugasemdir?

Rut? Finnur? Úrsúla?

Ég endurtek: hvað hafa þeir gert? Ég vona að þessari spurningu verði svarað efnislega en ekki með einhverjum loðnum sleggjudómum.

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 17:14

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Athugasemd frá mér, að þessir útrásarvíkingar verðskulda ekki táraflóð frá mér þó komið sé að uppgjöri. Annars eru þetta einhverjar prúðmannlegustu athugasemdir sem ég hef fengið ekki viltu fara heyra grátkór Baldur.

Finnur Bárðarson, 28.5.2009 kl. 17:33

6 identicon

Baldur minn, Bakkabræðurnir tóku til sín ríflega 70% hlut í félaginu með ofbeldi.  Ég kalla það ofbeldi þegar þeir ákváðu að standa fyrir hlutafjáraukningu og seldu sjálfum sér hlutabréfin á slikk þegar Kaupþing tók yfir hlutinn sem þeir áttu vegna skulda þeirra við bankann. Þeir rýrðu því hlut allra annarra hluthafa. Og núna væla þeir yfir því hvað allir séu vondir við hluthafa Exista, semsagt þá sjálfa.

Kv, Halldór sem er enn hluthafi í Exista

Halldór (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 17:39

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Halldór.

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 17:47

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég þakka Halldóri fyrir þetta innlegg enda í návígi.

Finnur Bárðarson, 28.5.2009 kl. 17:50

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

" Skemmdaverk og ofbeldisverk!"

Við hverju fjandans má búast við frá þjóð, sem er á "hryðjuverkalista heimsins við hliðina á Osama bin Laden" .....  eða eru Bakkabræður kannski ekki partur af okkur:  hryðjuverkaþjóðinni.

Svo sendi ég afmæliskveðjur vegna goðsins Fogerty, sem fagnar afmæli í dag.

  

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.5.2009 kl. 18:35

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hann lifi!

(Bakkabræður lifa reyndar líka, en tölum ekki um það)

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 18:53

11 identicon

Það dæmi sem Halldór nefnir er ekki undantekningin frá reglunni því miður.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 19:06

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já það er dapurlegt að vera á bekk með Osama, og innskot í alvöru málsins: Jenný, hann er rosalegur. Bestu þakkir. Halldór þekkir hvernig málin ganga fyrir sig Viðar. Ömurlegt að það er ekki eins og þú segir, undantekning.

Finnur Bárðarson, 28.5.2009 kl. 19:26

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hafa verið flott fyrirtæki hjá þeim Bakkabræðrum, góðar vörur og allt það, en dugar ekki til, ekki núna, ekki lengur, einusinni var talað um að góðir hlutir gerðust hægt, en það er náttúrulega bara gamallt kjaftæði og bull

Fogerty, fékk einmitt póst í dag, er nebbilega í fan club"num"

Jón Snæbjörnsson, 28.5.2009 kl. 22:20

14 Smámynd: Eygló

Gætum okkar á alhæfingum. Þessir menn eru ekki illmenni, ÞÓTT ÞETTA SÉ LÝÐUR

Eygló, 28.5.2009 kl. 22:43

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jón: Útgerðin var góð, á sínum tíma. En svo birtist græðgin. Þá ganga hlutir hratt. Þá eru við í sama klúbbi :)

Maíja: Fjandi ertu góð að trixa svona með orðin :) Þetta er auðvitað lýður. Sá það þegar ég skoðaði myndina betur.

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 08:35

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Meðal annarra orða - eru þetta kommastrákarnir sem fengu Þormóð ramma gefins á sínum tíma úr hendi Ólafs Ragnars?

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 10:14

17 Smámynd: Finnur Bárðarson

Veit ekki svo gjörla Baldur, en þeir bræður voru að sögn annálaðir dugnaðarmenn í "frumbernsku"

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband