Er hann kominn í handjárnin ?

olafur.jpgFjárglæframaðurinn Ólafur Ólafsson sætir nú húsleit. Það skildi þó ekki vera, að tími handjárna, lögregluaðgerða og húsleita sé loksins runninn upp fyrir alvöru. Vonandi er þetta upphafið að hruni spilaborgarinnar og persónulegu gjaldþroti Ólafs. Þennan gaur vil ég sjá í handjárnum.
mbl.is Húsleit gerð á 10 stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei,  Finnur nú fer í hönd áralöng rannsókn, sem daga mun uppi og ekkert handjárnaskyllt í ljós leiða.

Nei, nei,  þetta er óþarfa svartsýni, verðum við ekki að trúa því að hugur fylgi máli og nú sé tími aðgerða upp runnin.

Ég játa að ég græt krókódílatárum yfir þessari árás á "friðhelgi" Ólafs. Ætli vinurinn boði til blaðamannafundar núna líkt og hann gerði þegar hann skaut einhverri dúsu í góðgerðarmál, þegar best var og bjartast?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2009 kl. 16:11

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er gallharður á því að réttlætið mun sigra að lokum. Hef svo mikla andúð á þessum manni að ég vildi sjá FBI viðmót gagnvart honum. Vona að þetta er upphafið.

Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 16:16

3 Smámynd: Aliber

Finnur, afhverju hefuru svona mikið á móti þessum manni? Hvað gerði hann þér?

Aliber, 22.5.2009 kl. 16:26

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Á ég að hlæja eða gráta Aliber ? Hvar átt þú heima ? Tortola kanski.

Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 16:29

5 Smámynd: Aliber

Tortola hvað? Ég þori að veðja upp á flatskjáinn þinn að hann hafi ekki gert neitt ólöglegt.

Ef það er ódýrara að eiga fyrirtæki erlendis og löglegt (ath. frjálsir fjármagnsflutningar) þá gerir maður það að sjálfsögðu.

Tortola er léleg afsökun fyrir reiði gagnvart einhverju sem maður skilur ekki. "Vonandi er þetta upphafið að hruni spilaborgarinnar og persónulegu gjaldþroti Ólafs. Þennan gaur vil ég sjá í handjárnum. ... Hef svo mikla andúð á þessum manni að..." Það að eiga fyrirtæki í skattaskjóli réttlætir ekki heift í garð einhvers og einhvers. Það hlýtur eitthvað meira að búa að baki gremju þinni?

Aliber, 22.5.2009 kl. 16:34

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Aliber, Ertu sálfræðingur ? Hljómar meira eins og lögfræðingur.

Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 16:38

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er sýndarleitarheimild, núna fer þeim að rigna inn, þetta er bara byrjunin. Fjárglæfrahyskið fékk góðan gálgafrest til að tæta og eyða gögnum áður en leitarheimildir væru gefnar út, það finnst ekki tangur né tetur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Viku eftir bankahrunið átti sér stað, átti það að vera þeirra fyrsta verk að frysta eigur allra þeirra sem tengdust falli bankana, en það var ekki gert og þeim gert það mögulegt að að fela slóð sína vel og vandlega áður en bókhaldið þeirra væri opnað og rannsakað.

Sævar Einarsson, 22.5.2009 kl. 16:41

8 Smámynd: Aliber

Hvorugt. Mitt fag er ekki til umræðu heldur einhver óúytskýrð múgæsingsreiði í garð nafntogaðra einstaklinga.

Það mætti halda að þú værir stjórnmálamaður, allavega tókst þér að svara ekki spurningunni.

Aliber, 22.5.2009 kl. 16:43

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sævarinn held að þetta sé rétt hjá þér. Held líka að yfirvöldum hafi ekki hugnast að það væri verið að gægjast ofan í öskjuna henna Pandóru. En ég held í vonina að sjá allt gumsið vella fram.

Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 16:45

10 Smámynd: Aliber

Sævarinn: Ég held að þeir hafi viljað það en við Íslendingar getum ekki fryst eigur fólks í útlöndum alveg eins og útlendingar geta ekki fryst eigur fólks á Íslandi.

Mér þykir elðilegt að gera húsleitir til að fá á hreint það sem vantar upp á. Olíufélögunum tókst ekki að fela sannanir og þessum aðilum mun eflaust ekki takast það ef eitthvað óhreint var til staðar.

Hinsvegar er merkilegt að fólki finnist eins og það hljóti að vera eitthvað ólöglegt við viðskipti ríkra Íslendinga - bara vegna þess að við töpuðum líka...

Aliber, 22.5.2009 kl. 16:48

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Aliber: Við erum nánast að tala um þjóðargjaldþrot sem nokkrir tugir Íslendinga orsökuðu með braski og gróðahyggju.

Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 16:51

12 Smámynd: Sævar Einarsson

Aliber æi vertu tröll annarstaðar, Ólafur og margir fleiri bjuggu til loftbólugróða til að sýna fram á góðan rekstur til að hækka gengi hlutabréfa með .væi að kaupa í hvorum öðrum í gegnum þriðja aðila og höfðu almenning af fíflum, sumt fólk tók lán til að kaupa hlutabréf, aðrir lögðu ævisparnaðinn sinn í að kaupa hlutabréf, lífeyrissjóðirnir versluðu grimmt og svo sprakk loftbólan og á bak við þetta var ekkert, eintómt blöff og ævisparnaður fólks, lífeyrissjóða og fleira komið inn á bankareikninga í Sviss og öðrum löndum.

Sævar Einarsson, 22.5.2009 kl. 16:52

13 Smámynd: Offari

Ég veit svo sem ekkert um það hvort auðmenn hafi stundað lögleg eða ólögleg viðskipti. Hitt finnst mér hunsvegar vera brotlegt að skella skuldunum á saklausa landsmenn.

Offari, 22.5.2009 kl. 16:55

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta kallast víst eðlileg viðskipti á máli fjárglæframanna.

Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 16:55

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

og engar smá skuldir Offari, sparnaður og heimili farin til fjandans, atvinnuleysi og upplausn. Þetta er afraksturinn

Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 16:59

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég neyðist til að játa að ekki finnst mér Ólafur þessi geðfelldur maður að sjá, ekki frekar en ýmsir aðrir Láfar sem fara mikinn í þjóðfélaginu. En mér finnst líka að Aliber hafi fullan rétt til að hafa sínar skoðanir, setja þær fram og gagnrýna andstæðar skoðanir. Í guðanna bænum strákar, förum ekki að líkja eftir þessum helv**** bloggtuðrum sem mala og mjálma hver upp í aðra, alltaf svo innilega, óþolandi sammála síðustu ræðukellingu, allar ýmist rallhálfar eða nýkomnar af snúrunni.

Ég yrði ekki hissa þótt Ólafur hafi allt sitt á hreinu gagnvart lögunum. Þessir skálkar hafa á að skipa færustu lögfræðimellum landsins. Hann verður kannski böstaður fyrir eitthvert smáræði til að friða alþýðuna. Svo skundar hann út í heim með sína 100 milljarða sem hann hafði af okkur - og skellihlær að dómskerfinu.

Baldur Hermannsson, 22.5.2009 kl. 17:00

17 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég bý til 1 hlutabréf og verðlegg það á 1000kr og Finnur kaupir það af mér á 1500kr, við það hækkaði hluturinn um 0,5. Síðan kaupir Krabbi ehf (sem er félag í minni eigu bréfið af Finni á 2000kr og þá hefur hluturinn hækkað upp í 2. Finnur á síðan félagið Kolkrabbi ehf og kaupir sama bréfið af Krabbi ehf á hærra verði. Við slíka hækkun sér einhver að þetta sé spennandi fjárfestingarkostur og kaupir 3 hluti á 6000kr og svona vefur þetta upp á sig og hlutabréfin sem kostuðu 1000kr í byrjun byrja að hækka og hækka, lán tekin fyrir hlutabréfakaupum með veð í hlutunum sjálfum og svo hrynur spilaborgin og á bakvið þennan 1000kr hlut er í raun ekkert en mismunurinn sem fékkst við kaup á þessum bréfum er komið úr landi í skjóli nætur ...

Sævar Einarsson, 22.5.2009 kl. 17:08

18 Smámynd: Aliber

Baldur: nánast sammála þessu að Ólafur er örugglega með allt á hreinu. Hinsvegar held ég að hann eigi ekki mikið af peningum eftir... Það hefur enginn komið vel út úr þessu öllu saman nema kannski Davíð Oddson.

Vandamálið liggur ekki hjá þeim sem spiluðu leikinn heldur þeim sem skrifuðu reglurnar. "Ekki hata leikmanninn, hataðu leikinn"

kv

Aliber, 22.5.2009 kl. 17:08

19 Smámynd: Finnur Bárðarson

Baldur: Aliber hefur komið sínu á framfæri. Sævarinn: Þetta var snúið enda er ég ekki sleipur í reiknikúnstinni, en er nú að fatta þetta. Skuggalegt

Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 17:12

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Baldur, ég verð að hafa trú á dómskerfinu þótt það hafi verið grímulaust pólitískt skipað lengst af og þá ekki hvað síst undanfarin ár.

Það hvarflar ekki að mér að nokkur dómari, hvar sem hann í flokki stendur, gefi heimild fyrir húsrannsókn án þess að fyrir liggi gild rök.

Það er svo annað mál hvernig úr þessu vinnst.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2009 kl. 17:20

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég las í Fréttabréfi Ríkisskattstjóra góða úttekt á brellum þessara gaura og sú greining er nokkuð lík greiningu Sævarins hér að ofan. Ég finn ekki þetta Fréttabréf núna en svo var að sjá sem þessi trix hafi verið á ansi gráu svæði og hefði átt að stöðva þau í tíma. Kannski yrði Ólafur og kumpánar hans dæmdir ef farið væri eftir anda laganna, en það er ALDREI gert á Íslandi - hér dæma menn eftir bókstafnum.

Sorry, Finnur, þessir gaurar eiga í fullu tré við smælingja eins og þig. Náðu í vaselín-dolluna og búðu þig undir það versta.

Baldur Hermannsson, 22.5.2009 kl. 17:51

22 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nema þegar menn stela skinkubréfi.

Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 17:56

23 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég held að undiraldan sé svo þung að réttarkerfið þori hreinlega ekki annað en dæma t.d. í anda laganna.

Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 18:06

24 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Maður getur amk látið sig dreyma um handjárn.... og helst fótajárn líka

Heiða B. Heiðars, 22.5.2009 kl. 19:43

25 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mörgum finnst það voða groddalegt en ekki mér Heiða, fer víst ekki nógu vel við silkiskyrturnar frá Armani

Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 19:45

26 Smámynd: Dexter Morgan

Ég skal segja ykkur nákvæmlega hvernig þetta verður: Nú er leikrit í gangi, húsleitir og æsingur. Eftir 3-4 ár, verður málið látið niður falla, vegna "skorts á sönnunargögnum". Og hvað þýðir þetta á mannamáli. Jú, VIÐ, skattgreiðendur eigum eftir að eyða tugmilljónum í "rannsókn" á málinu, en það mun ekki skila sér ein EINASTA króna til baka frá þessum glæpamönnum.

Hættum þessu strax, það á ekkert eftir að koma út úr þessu og við fáum aldrei að sjá þessa menn í handjárnum.

Dexter Morgan, 22.5.2009 kl. 23:10

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta lið er allt með handjárn í svefnherbergjunum sínum.

Baldur Hermannsson, 22.5.2009 kl. 23:29

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Auk þess held ég það væri viturlegast að byrja á því að rannsaka hæstaréttardómarana og gera húsleitt hjá þeim. Þessir kónar myndu sleppa Jack the Ripper ef þeir sæu votta fyrir formgalla einhvers staðar.

Baldur Hermannsson, 22.5.2009 kl. 23:38

29 identicon

Ég skal bara segja ykkur að allir þessir víkingar eiga næga peninga til að lifa góðu lífi á næstu árum og munu ekki þurfa að lepja dauðan úr skel, þeir tapa fyrirtækjunum en eiga nó fyrir sig og sína, það á eftir að koma í ljós að þetta var allt löglegt en spurning með siðlaust, það voru sett lög í landinu til að þeir gætu gert það sem þeir vildu. Það er bara tvennt í stöðunni að vera hér og lepja dauðann úr skel við að borga þessa órásíu eða fara héðan og byrja nýtt líf annastaðar. Landið okkar er fallegt og ekkert við það að sakast en óréttlætið í stjórnkerfi þessa lands er til þess fallið að hin venjulegi maður getur ekki verið hér. það er annahvort að koma sér héðan eða sætta sig við ástandið eins og það er því það mun ekkert breytast hér. því í næstu kostningum komast sjallarnin og frammararnir aftur að og þá byrja ballið uppá nýtt og sömu útrásavíkingarnir bara með leppa halda áfram. Þessi ríkistjórn situr bara næstu 4 ár ef hún lifir svo lengi og getur ekkert gert því það eru ekki til neinir peningar til í þessu landi.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 23:43

30 Smámynd: hilmar  jónsson

Það svífur eitthvert vonleysi og uppgjöf hér yfir vötnum.

Ef fólk er almennt tilbúið að láta bjóða sér upp á ranglæti, þá mun það fá ranglæti.

Þjóðin hefur hinsvegar sýnt að hún á til samstöðu. Það kom vel fram á Austurvelli í vetur.

Ég treysti þjóðinni til að halda kröfunni uppi um að þeir sem ábyrgð bera á ástandinu verði látnir svara til saka.

Sumum er ansi tíðrætt um að best sé bara að sætta sig við að ekkert muni gert verða, spillingaröflin muni halda áfram að vaða hér uppi, og því sé best að vera tilbúinn með vasenlínið.

Vonum að þannig fólk sé aðeins lítið brot af þjóðinni.

hilmar jónsson, 23.5.2009 kl. 00:02

31 Smámynd: Eygló

Mér hefur alltaf þótt þessi maður "vemmilegur" og uppá það síðasta fyllst andúð gagnvart honum (reyndar nokkrum fleiri) Ég þarf ekki að skýra það, mér má finnast það og ég má segja það. Vegna þessa máls þarf ekki að tæta nein gögn; fyrir mér er hann hið mesta óbermi.

Eygló, 23.5.2009 kl. 02:30

32 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það væru ansi dapurleg skilaboð til þjóðarinnar og heimsins ef við segðum: Hér á Íslandi ætlum ekki að rannsaka efnahagsbrot af neinu tagi af því að það er of dýrt. Ekkert upp úr því að hafa. Þetta væru hins vegar gleðitíðindi fyrir alla þá sem stunda slíka iðju. Hið fullkomna skjól glæpamanna væri komið. Réttlætið verður að hafa sinn gang hvort sem við uppskerum fjárfúlgur eða ekki. Ef ekki getum við sagt, við ætlum ekki að hafa réttarríki hér á landi.

Finnur Bárðarson, 23.5.2009 kl. 11:49

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

"Réttlætið verður að hafa sinn gang hvort sem við uppskerum fjárfúlgur eða ekki. Ef ekki getum við sagt, við ætlum ekki að hafa réttarríki hér á landi."

Réttarkerfi okkar er vel búið til að takast á við ávísanafalsara og sjoppuræningja, en það hefur átt í erfiðleikum með umfangsmeiri afbrot. Það réði ekki við Baug og það réði ekki við Gallerí Borg. Trúlega þarf að taka allt lagakerfið og dómskerfið til gagngerrar endurskoðunar. Norskur sérfræðingur sem var hér á landi þegar Hæstiréttur vísaði Baugsmálum frá vegna smávægilegra formgalla, sagði að réttarkerfi okkar væri alltof niðurnjörvað í bókstafnum og skeytti ekki nóg um anda laganna.

Baldur Hermannsson, 23.5.2009 kl. 12:07

34 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er örugglega rétt hjá þér Baldur og Baugsmálið var hneyksli. En hvað er þá til ráða hvernig er hægt að breyta þessu frá bókstaf yfir í anda ? Kaninn er ekkert að tvínóna þegar kemur að hvítflibbum hvað er öðru vísi þar.?

Finnur Bárðarson, 23.5.2009 kl. 12:17

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kanar hafa tvö vígorð sem eru alveg andstæð okkar hefðum:

1) Just do it.

2) Learning by doing.

Þeir bera rótgróna virðingu fyrir stjórnarskránni og hugtakið "justice" hefur þar miklu sterkari hljóm en "réttlæti" hjá okkur. Íslendingar eru siðlaus og sködduð þjóð. Hvar hefði það viðgengist annars staðar að dómari í vinsælum unglingaþætti yrði uppvís að eiturlyfjamisferli en fengi að halda sínu embætti eins og ekkert hefði í skorist? Eða dæmdur tukthúslimur fengi að sitja á Alþingi?

Nei Finnur minn, Íslendingar kóa alltaf með glæpalýðnum og ruslarapakkinu, þeir hæðast að Guði og góðum siðum og þess vegna er nú svona komið fyrir okkur.

Baldur Hermannsson, 23.5.2009 kl. 12:33

36 identicon

Einhver sagði hér áðan að hann hefði trú á dómskerfinu. Ég held nú að dómskerfið megi sín lítils ef við veitum því ekki aðhald, eitt og sér hefur dómskerfið engan tilgang og rotnar innan frá.

Það er stórhættulegt að ganga út frá því að dómskerfið sé bara alveg frábært, ef að svo væri, þá þyrftum við ekki að láta ákærða menn fá verjendur þar sem að dómskerfið væri hafið yfir alla gagnrýni.

Vonandi rennur sá tími aldrei upp, og þó, er kerfið hérna kannski einmitt rotið að innan sem utan?

sandkassi (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 13:57

37 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góður punktur hjá þér Gunnar

Finnur Bárðarson, 23.5.2009 kl. 14:05

38 identicon

Öll okkar kerfi eru ónýt, samt á að reyna að viðhalda þeim.

Séð var til þess að Ólafur hefði tíma til að tæta öll skjöl í frumeindir, formatta sína hörðu diska og hvítþvo ránsfenginn. Þessir gæjar eru of öflugir til að hægt sé að begja þá undir jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 18:20

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

En Viðar, kemur ekki til greina að stofna fyrir þessa kóna fríríki úti í Flatey á Skjálfanda? Þar mega þeir sitja og sukka eins og þeir vilja og féfletta hver annan fram í rauðan dauðann. Best að flytja Hæstarétt þangað líka til að fylgjast með formgöllunum.

Baldur Hermannsson, 23.5.2009 kl. 18:32

40 identicon

Baldur þetta er góð hugmynd sem örugglega verðu framkvæmd eftir byltingu. Alltaf best ef hægt er að fá þá til að draga víg-tennurnar úr hvor öðrum og refsa þeim með viðurvist formgalla-mafíunnar.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 18:47

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú ert svo hugmyndaríkur Viðar. Reyndar hef ég séð í sjónvarpinu svona bandarískar fangelsamyndir og sé fyrir mér að þeir geti vel haft einhverja skemmtun hver af öðrum þarna úti á Skjálfanda.

Baldur Hermannsson, 23.5.2009 kl. 18:56

42 Smámynd: Finnur Bárðarson

En af hverju ekki Vestmannaeyjar. Þeir eru vanir svona fólki

Finnur Bárðarson, 23.5.2009 kl. 21:28

43 Smámynd: Finnur Bárðarson

Af hverju Skjálfandi er þetta ekki of falleg eyja hvar hún nú aftur þessi eyja sem við erum alltaf að steypa upp fyrir norðan. Þröngt að vísu. En nógu góð.

Finnur Bárðarson, 23.5.2009 kl. 21:42

44 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kolbeinsey er alltof lítil. Flatey á Skjálfanda er mátulega stór. Þar er enginn byggð lengur eftir að Arnþrúður Karlsdóttir flutti í land. Nóg af gömlum húsum þar sem þeir geta setið að sumbli og ornað sér við minningarnar.

Baldur Hermannsson, 23.5.2009 kl. 21:46

45 Smámynd: Finnur Bárðarson

Baldur: Hvað með frönsku glæpaeyjuna. Man ekki hvað hún heitir, Papilion flúði þaðan, en hún er mér meira að skapi. Engin huggulegheit og orna sér við gamlar minningar við arineld.

Finnur Bárðarson, 23.5.2009 kl. 22:37

46 Smámynd: Baldur Hermannsson

Var hún ekki kölluð Djöflaeyjan? Við eigum fullt af snotrum eyjum þar sem við gætum hýst misyndismenn af ýmsu tæi. Kynferðisafbrotamenn gætu verið á einni. Dóphundar á annarri. Það myndi ekki væsa um þessi grey. Svo kæmi Gunnar í Krossinum og leiddi þá á Guðs vegu.

Baldur Hermannsson, 23.5.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband