Sáttur við 32 milljarða króna tap
15.5.2009
Ofurlaunaforstjórinn á Cadilac jeppanum, Þorgeir Eyjólfsson, er hættur störfum. Segist vera harla ánægður með störf sín. Í starfi sínu sem forstjóri Lífeyrissjóðs Verlsunarmanna í fyrra, tókst honum að skila sjóðnum með 32 milljarða króna tapi. Ef þetta hefði nú verið prívat hannyrðaverslun gaursins, þá væri ekki mikið hægt að segja. En hann var að gambla með sparifé almennings.
Forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir upp störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég fæ mig varla til að hugsa um svona -lið, hvað þá skrifa.
Hlédís, 15.5.2009 kl. 15:57
Þó ég hafi ekki orðið persónulega fyrir barðinu á svona gaur, þá er brýnt að halda þessari umræðu við.
Finnur Bárðarson, 15.5.2009 kl. 16:01
Sæll Finnur.
Ég hjó eftir þessu sama og þú, að öðru leyti sammála Hlédísi.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 16:11
Þórarinn, ég held áfram að skrifa um þetta, hef það á tilfinningunni að þessi útrásarmál verði látin gufa upp og firnast í skjóli stjórnvalda.
Finnur Bárðarson, 15.5.2009 kl. 16:15
Maðurinn segir: "Ég hverf frá sjóðnum sáttur þegar horft er til vaxtar hans og árangurs þennan aldarfjórðung sem ég hef stjórnað daglegum rekstri. En ég mun sakna frábærra starfsmanna og árangursríks samstarfs við stjórn sjóðsins" Er hann að leggja sig fram við að ofbjóða fólki?
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 17:42
Annað hvort er manninum ekki sjálfrátt eða það sem þú segir Viðar. Hallast að þinni túlkun.
Finnur Bárðarson, 15.5.2009 kl. 17:47
Þakka upplýsingarnar Finnur! Það er semsagt 32 milljarða skuld, ekki nema vona að kallin sé sáttur við að fara, áður en hann þarf að svara fyrir afglöpin.
En hvernig hljóðar starfslokasamningur hans veistu það?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.5.2009 kl. 18:13
Lilja: Starfslokin verða gerð upp í koníaksstofunni á Hótel Holti fjarri sjóðsfélögum.
Finnur Bárðarson, 15.5.2009 kl. 18:20
Lilja við þurfum að komast yfir starfslokasamning hans. Erfitt er að fá svoleiðis toppleydó uppgefin. Reynum að framkalla leka með því að þrýsta á málið.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 18:34
þþþþessi er bara flottur api
Jón Snæbjörnsson, 15.5.2009 kl. 19:36
Þeir sjá allt úr fjarlægð og í vímu Óskar en þeir trúa á tröppur úr steini.
Finnur Bárðarson, 15.5.2009 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.