Við þekkjum nöfn þeirra
15.5.2009
Þetta voru ekki náttúruhamfarir. Það voru á fimmta tug einstaklinga sem með einbeittum brotavilja steyptu þjóðinni ofan í hyldýpið. Við skulum leggja nöfn þeirra á minnið og gefa þeim hvergi grið. Á meðan þeir gera ekki upp skuldir sínar við þjóðina skulu þeir útskúfaðir vera.
Mesta fjármálaáfallið í 35 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- jennystefania
- skagstrendingur
- snjolfur
- svarthamar
- jonsnae
- egill
- offari
- saemi7
- icekeiko
- kamasutra
- muggi69
- hildurhelgas
- sveinnelh
- zeriaph
- jaherna
- gisgis
- jenfo
- sleggjudomarinn
- vistarband
- gun
- hreinn23
- svanurg
- brjann
- gustichef
- fridust
- fridaeyland
- fridabjarna
- tara
- gudruntora
- kreppan
- kreppukallinn
- ace
- thj41
- skessa
- rutlaskutla
- nimbus
- baldher
- skrilllydsson
- gattin
- jakobk
- annaeinars
- disdis
- himmalingur
- gudrunkatrin
- larahanna
- gudmunduroli
- amman
- katrinsnaeholm
- jensgud
- martasmarta
- fhg
- agustg
- birgitta
- tryggvigunnarhansen
- baldurkr
- fun
- salvor
- kreppuvaktin
- olinathorv
- imbalu
- gelin
- gumson
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- valdimarjohannesson
- flinston
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
hmm... hvernig þá?
Nei - þetta verður ekki leyst með fýlu út í þá sem nýttu sér sinnuleysi fólks. Það þarf að byrja á grunninum, athuga hvað við sjálf, skólakerfið og ekki síst fjölmiðlar eru að innræta börnum okkar. Ef við ölum upp kynslóð sem hefur betra siðferði, þá eigum við bjartari framtíð.
Georg O. Well (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 13:18
Ég held ég verði bara að taka heils hugar undir orð áttundu plánetunnar, sem reynar heitir Neptúnus og dregur nafn sitt af sjávarguði Rómverja (sem sagt, viss vísbending um hið íslenska nafn hans - Njörður, Ægir?). Setjum traust okkar á kristilegt uppeldi og kristilegt hugarfar. Annars er ég að hlusta á Tom Waits núna en fer svo yfir í Nick Cave and the bad seeds þegar sól lækkar á lofti. Ég ætla ekki að eitra fyrir sjálfum mér ævidagana með því að hugsa um þann bannsettan hundingjalýð sem kom okkur á kaldan klaka.
Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 13:40
Ekki ætla ég nú að taka upp hanskann fyrir afbrotamönnum, en hef allta talið að betra væri nú að anda rólega svo maður fengi ekki hjartaslag og gæti alið börnin sín upp í góðum siðum, sem sagt að það sé bannað að stela, en kannski í lagi að láta stela af þeim, en hvern fjandann veit ég svo sem um þetta.
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2009 kl. 14:02
Manneskja með þitt hjartalag, virðulega frú Milla, hefur ævinlega rétt fyrir sér.
Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 14:07
Skil ekkert hvað Neptúnus er að fara, kristilegt umburðarlyndi og veit ekki hvað ? Nei, nei, hér eru það járnglófarnir og ekkert annað. En svo er ég auðvitað sammála, já rosalega sammála Baldri með Tom Waits, Cave og John Fogerty, og reyndar sammála honum í mörgu öðru. Millu er ég alltaf sammála alveg sama hvað hún leggur fram.
Finnur Bárðarson, 15.5.2009 kl. 14:38
Þið eruð svo góðir við mig, æðislegu menn.
Kveðja
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2009 kl. 14:57
Það er bara ekki hægt annað það er bara sjálfvirkt :)
Finnur Bárðarson, 15.5.2009 kl. 15:00
Útskúfunin er sem betur fer líka sjálfvirk. Þurfum samt niðurstöðu og uppgjör við þessa fíra.
Finnst það móðgun við móður náttúru að líkja þessum glæpum við náttúruhamfarir.
Annars allt gott að frétta frá heimaslóðum Fogerty, og hljómleikar með Fleetwood Mac í kvöld. Nostalgía framundan yeeeee
Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.5.2009 kl. 15:35
Af því að þú ert kattarvinur mikill, má ég til að deila með þér óborganlegri kattarsögu frá bloggvininum kjarnyrta Óskari Helga
Marcellus; kötturinn minn, á 11. ári, sofandi 22 - 23 tíma sólarhringsins, er ÖFLUGRI, í sínum svefnheimum, en Þistilfirðingurinn Steingrímur, svo ég leiðrétti þig, að nokkru.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.5.2009 kl. 15:39
Vá Jenný... Fleetwood Mac !!! Nú skil ég hvers vegna þú fluttir ! Varðandi bófana þá er engin syndaaflausn í boði af minni hálfu. Bara handjárn.
Finnur Bárðarson, 15.5.2009 kl. 15:40
He, he, þetta sannfærir mig enn frekar um gildi svefnsins, 14-20 tímar myndu henta mér vel :)
Finnur Bárðarson, 15.5.2009 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.