Rauði herinn sigraði

Ég neyddi sjálfan mig til að horfa á þennan tónlistarlega hrylling frá upphafi til enda. Í mínum huga var það kór rauða hersins sem kom, sá og sigraði. Skrítið að hann skildi ekki komast í úrslit. En eftir alla þessa þolraun varð ég að innbyrða geðdeyfðarlyf í tónlistarformi, og byrjaði með nokkrar Metallica slagara sem hvergi dugðu til að ná mér upp. Það var ekki fyrr en ég hafði innbyrt megaskammt af svæsnustu lögum Tom Waits, að ég fór að taka gleði mína á ný. Þar var komið mótefni sem dugði. Sleppi laugardeginum alveg.
mbl.is Mikil ánægja með úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég á Big Time en annað ekki. Þarf að skreppa í plötubúð og viða að mér fleiri lögum til að eldhreinsa íbúðina af Evróvisjón-ógeðinu næsta laugardagskvöld. Hvaða plötum mælirðu með?

Baldur Hermannsson, 13.5.2009 kl. 13:44

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

T.d Beautiful Maladies eða Rain Dogs. Annars fer ég oft á Youtube og hala niður heilu lögunum í Live flutningi, kostar ekkert.

Finnur Bárðarson, 13.5.2009 kl. 13:58

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

og auðvitað Mule Variations

Finnur Bárðarson, 13.5.2009 kl. 13:59

4 Smámynd: Eygló

Skyldi Júróvisjónáhugi fylgja flokkslínum? Margir gubba yfir þessu og aðrir hafa gaman af, þó ekki væri nema til að hlæja að eða hneykslast. Alveg eins og með stjórnmálin. Þetta kann þó að skarast

Eygló, 13.5.2009 kl. 14:18

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Láttu ekki svona Finnur, ´þú hefur fílað þetta í botn.

Ég sé þig fyrir mér í bleikum samfesting fyrir framan tívíið..

hilmar jónsson, 13.5.2009 kl. 14:22

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

He he Hilmar og hnepptur að aftan:)

Finnur Bárðarson, 13.5.2009 kl. 14:29

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Maíja: Held meira að segja að Stalínistar hafi gaman af þessu. Þetta veldur nú ekki uppsölum hjá mér beint, en tekur rosalega á andlega. En lækningin er nefnd þarna uppi.

Finnur Bárðarson, 13.5.2009 kl. 14:31

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Maíja, veit ekki um Evróvisjón en Tom Waits þverbrýtur allar flokkshindranir, svo mikið er víst. Til dæmis er lýðræðissinninn hann ég og kommúnistinn Catlover báðir stórhrifnir af Waits......

Baldur Hermannsson, 13.5.2009 kl. 14:31

9 Smámynd: Eygló

Æ, hvað ég er fegin. Var orðin hrædd um að verða bendluð við Stalínisma, Lenínisma, Trotskíisma eða þaðan af verra af því að mér fannst kórinn svo flottur.

Annars hef ég voða gaman að þessu; boðin í böku og barnabörn (ekki þó til átu) og spái og spekúlera. Einstaka sinnum finn ég samt virkilega til; mig verkjar, þegar rammfalskir, hallærislegir flytjendur fara fram í stolti sínu. Þá hugsa ég um gamla Frón; hvað manni þætti nú sárt fyrir ættjarðarstoltið ef þetta væri okkar teymi.

Eygló, 13.5.2009 kl. 16:22

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er bara allt í fína Maíja ef einhverjir hafa gaman af, en ekki mitt áhugasvið.

Finnur Bárðarson, 13.5.2009 kl. 16:26

11 Smámynd: Eygló

Æi, það er svo gott að eiga að fólk sem er ekki sammála, en fer samt ekki í fýlu og vörn.

Eygló, 13.5.2009 kl. 16:52

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Evróvision partý hjá Finni næsta laugardag...sjáumst..

hilmar jónsson, 13.5.2009 kl. 17:00

13 identicon

Það sem mér fannst skrítið við þetta alltsaman að það var svo mikið um karlmenn sem voru berir að ofan sá ekkert kvenfólk bert að ofan ekkert jafnrétti þar. Það held ég nú  að homma stóðið hafi nú slefað yfir þessu öllu saman

i skulason (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 17:01

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Verða trúlega að heiman Hilmar, trúlega í partýi hjá Fáfnismönnum.

Finnur Bárðarson, 13.5.2009 kl. 17:08

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

Maíja: Ég skil svo vel þegar börnin eru með og barnabörnin eiga í hlut (sem þú ekki borðar) Iss það taktu ekki of mikið mark á þvælunni í mér. Góða skemmtun. Svo fer ég aldrei í fýlu.

Finnur Bárðarson, 13.5.2009 kl. 20:07

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Alltaf leikur nú lánið við mann. Í gær fór I don´t wanna grow up að óma inni í kollinum á mér og þá steypti ég mér samstundis niður í ruslabinginn í karlaathvarfinu og gróf þar upp forláta Tom Waits disk sem lá þar grafinn niður,  maladies eitthvað (væntanlega beautiful)..... en reyndar er ég hrifnari af Big time, því þar er allt lagað að sérkennum hinnar guðdómlegu raddar, hljóðfæraval, hljóðfærasláttur og útsetningar ......

Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 12:08

17 Smámynd: Finnur Bárðarson

Big Time er góður en barkinn á gaurnum er alveg magnaður. Kemur alltaf á óvart. Þú ættir að kíkja á youtube og hlaða niðir live með litlu ókeypis forriti sem heit Get Tube

Finnur Bárðarson, 14.5.2009 kl. 13:15

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er með svo lélega hátalara tengda við fartölvuna mína, get ég nokkuð tengt hana við TV eða spilara og hlustað á það þannig? Maður er svo ferlega frumstæður í tölvutækninni og missir af allskonar lystisemdum nútímans af þeim sökum.

Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 13:33

19 Smámynd: Finnur Bárðarson

Best að fá sér hátalara þetta eru mega hljómgæði hjá Youtube. Veit ekki með tengingu við sjónvarp. Er með risa makka og súper hátalara

Finnur Bárðarson, 14.5.2009 kl. 14:46

20 Smámynd: Finnur Bárðarson

Set alla tónlist in á iTunes á tölvunni. Hljómurinn er óaðfinnanlegur

Finnur Bárðarson, 14.5.2009 kl. 14:56

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vel á minnst, heldurðu að Creedence geti hjálpað til gegn Evróvisjón-veitunni? Ég er að vígvæða mig fyrir laugardagskvöldið.

Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 15:01

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Evróvisjón-veirunni

Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 15:01

23 Smámynd: Finnur Bárðarson

He, he enn einn sameiginlegur. Á nokkra DVD diska með John Fogerty r á hljómleikum og sá hann að sjálfsögðu í Höllinni. Ég myndi kíla á hann. Og hann er kominn yfir sjötugt og aldrei verið betri. Hann er með nýja Creedence sem eru miklu betri en hann samdi nú allt saman sjálfur

Finnur Bárðarson, 14.5.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband