Skilanefnd Landsbankans seldi 2,6% hlut í Byr til lítils fjárfestingafélags rúmri viku fyrir aðalfund. En það vill svo til að Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbankans er jafnframt endurskoðandi þessa félags. Á ekkert að breytast í þessu þjóðfélagi, er engum treystandi lengur? Burt með þennan mann úr bankanum mínum.
Þessi gjörningur hefur víst verið dreginn til baka en Lárus er hlaupinn í felur og lætur ekki ná í sig. Vel þekkt trix þegar svara þarf óþægilegum spurningum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt fréttum var salan afturkölluð !
Skilanefndir, greinilega verkefni fyrir Evu Joly þar
Páll A. Þorgeirsson, 12.5.2009 kl. 14:22
Var að frétta það, læt þetta samt hanga inni smá stund, svona til upplýsingar. Sú fær nóg að gera.
Finnur Bárðarson, 12.5.2009 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.