Er hann meðvitundarlaus
6.5.2009
Fjárglæframaðurinn Magnús Þorsteinsson hafði ekki hugmynd um að hann væri kominn í gjaldþrot, hann hafði hafði hugmynd um að hann var á flótta til Rússlands. Örugglega hefur hann ekki haft hugmynd um það, þegar hann var að blóðmjólka íslenskt atvinnulíf. Ef hann skyldi nú vera kominn til meðvitundar og ekki verður hægt að sækja hann til saka, er best að hann verði áfram í slagtogi með öðrum af svipuðu sauðahúsi í slippnum í St. Pétursborg. Nærveru hans á Íslandi er ekki óskað.
Málefnalegar og sanngjarnar varnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rússarnir mega eiga hann mín vegna. Held hann sé kominn á stað með sínum líkum. Kannski getur Pútín búið til nýtt embætti fyrir hann, annað eins hefur nú gerst!
Rut Sumarliðadóttir, 6.5.2009 kl. 17:29
Svikamálaráðherra?
Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2009 kl. 20:30
Ég er með sniðugt trix: skipta á honum og Ragnari Hermannssyni!
Baldur Hermannsson, 7.5.2009 kl. 00:47
Hvaða gaur er það Baldur ?
Finnur Bárðarson, 7.5.2009 kl. 13:03
Kommon, uppi í hvaða afdal býrðu? Þetta er gaurinn í Brasilíu: "ég er þannig týpa að ég get ekki verið í fangelsi".
Magnús er harðari af sér og þess vegna legg ég til að hann fari í djeilið í Brasílíu en ræfillinn Ragnari fái að koma heim. Einskonar ný tegund fangaskipta.
Baldur Hermannsson, 7.5.2009 kl. 13:09
Já já auðvitað ekki svo galið. Þeir eru ekkert ólíkir í útliti báðir svona gljánefjatípur. En ansi gengur þetta hratt fyrir sig með svona gaura, komnir í jailið samdægurs.
Finnur Bárðarson, 7.5.2009 kl. 13:19
Verst ef Bjöggarnir og þeir bræður allir eru líka "þannig týpur sem geta ekki verið í fangelsi".
Hvað gerum við þá?
Baldur Hermannsson, 7.5.2009 kl. 13:26
Það var skondið kommentið hjá Ragnari " ég er ekki þannig týpa að ég get verið í fangelsi" ætli það sé ekki motto þeirra feðga líka.
Finnur Bárðarson, 7.5.2009 kl. 13:29
Munum þetta Finnur ef við verðum einhverntíma böstaðir.
Baldur Hermannsson, 7.5.2009 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.